Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 90
S t e i n u n n J ó h a n n e s d ó t t i r 90 TMM 2015 · 1 Sá sem laut í lægra haldi fyrir Þorláki var séra Arngrímur Jónsson lærði, nær sextugur að aldri og nýbúinn að missa konuna sína í sömu farsótt og lagði Guðbrand að velli. Þorlákur hélt utan til Danmerkur síðsumars til þess að taka biskupsvígslu og var í burtu fram á næsta vor. Á meðan hljóp Arngrímur lærði í skarðið fyrir hann á Hólum m.a. sem skólameistari. Í Heimanfylgju er Arngrímur beygður af persónulegum hörmum og uppstökkum eftir ósigur- inn fyrir helmingi yngri manni. Hann snöggreiðist þegar honum berst til eyrna níðangursleg vísa sem Hallgrímur hefur ort um hann. Sefur, vaknar, sér við snýr, sest upp, etur, vætir kvið, hóstar, ræskir, hnerrar, spýr, hikstar, geispar, rekur við. Vísan kostaði Hallgrím skólavistina, ásamt annarri sem hann orti um Hall- dóru. Í Heimanfylgju er hann að skríða yfir á fjórtánda árið þegar hann heldur einn út í heim. Útlandsvistin Það er drjúgur spölur frá efnilegum unglingi til mikils meistara. Jesús var tólf ára þegar hann settist við fótskör hinna lærðu í musterinu í Jerúsalem og hvarf sjónum manna uns hann birtist aftur um þrítugt á bökkum Jórdanar. Hallgrímur hverfur sjónum okkar á unglingsaldri uns honum skýtur upp í Vorfrúarskóla í Kaupmannahöfn rúmlega tvítugum, þar sem hann hlaut klassíska menntun samtíma síns í latínu, heimspeki, guðfræði og mælskulist, sönglist og skáldskaparfræðum og fékk á lokaári það hlutverk að annast um hóp langhrakinna landa sinna, fórnarlamba Tyrkjaránsins, sem leystir höfðu verið úr níu ára ánauð í Algeirsborg. Í hópnum var fyrrum sjómannskona úr Vestmannaeyjum, Guðríður Símonardóttir, og kynnin af henni og sögu hennar urðu til þess að umturna lífi hans á nýja leik. Hann missti skólann öðru sinni og hélt til Íslands með konunni óléttri. Eftir að barn þeirra var fætt 1637 voru þau dæmd fyrir frillulífi eftir Stóradómi. Þá gátu þau gifst og bjuggu á Suðurnesjum við sára fátækt framan af og barnamissi. Um þrítugt hlaut Hallgrímur uppreisn og prestsvígslu til Hvalsness, studdur af vinveittum mönnum. Hann agaði skáldgáfuna fjöl- skyldu sinni og kunningjum til skemmtunar jafnt og huggunar en fyrst og fremst í þágu prestsstarfsins og á fimmtán árum náði hann hátindi í list sinni og þroska með Passíusálmunum sem hann lauk við 1659. Þá hafði hann setið Saurbæ á Hvalfjarðarströnd frá 1651 og bjó þar við þokkaleg efni og aðstæður. Í sálmum Hallgríms eru mörg dæmi um persónulegt samband hans við ásjónu Krists á krossinum sem hann kynntist ungur „augliti til auglitis“ í Hóladómkirkju. Það er lífsreyndur maður og skáld með lifandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.