Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 97
Te d H u g h e s o g Í s l a n d TMM 2015 · 1 97 ætla að vandinn í skandinavísku þýðingunum á Birthday Letters hafi stafað af skorti Skandinavanna á írsku ljóðablóði. Nokkuð er ljóst að norska þýðingin hefur verið unnin hratt til að græða á henni fremur en að þjóna Þalíu; hún var gefin út sama ár og frumtextinn.11 Sænski þýðandinn fékk aukaár við vinnu sína, enda er hún mun trúrri upprunalega textanum .12 Og danska þýðingin stendur þeirri sænsku líka langt að baki.13. Þó virðist sænska þýðingin gjalda fyrir það að talsverð orka hefur farið í að skrifa formála og skýringagreinar. Faber and Faber gaf mér ekki leyfi fyrir slíku í íslensku útgáfunni, verkið skyldi líta út eins og Ted Hughes gekk frá því á frummálinu. Auk þess vantar eina blaðsíðu í sænsku útgáfuna, sem sé tileinkun Teds til barna þeirra Sylvíu og hans: „For Frieda and Nicholas“.14 Prófarkalesturinn er heldur ekki sérlega góður; í „The Beach“ stendur „Now I wanted to show you“ en á sænskunni er þetta svona: ,Nu ville jeg jeg vise dig  ‘ ,Nú vildi ég ég sýna þér‘.15 Og verið getur að norski þýðandinn sé ölkær maður en það réttlætir ekki að breyta „blue mug“ í ölkrús (,ølkrus‘).16 Í ljóðaþýðingum má engu orði vera ofaukið því öll orð í góðum ljóðum bera mikið vægi og öll blæbrigði tungumálsins þurfa að þýðast sem allra nákvæmast. Ágætt dæmi um þetta er orðið ,heap‘ í ljóðinu „The Beach“.17 Í norsku þýðingunni verður „the heap“ að skýjaþykkni (,skybanken‘)18 og í dönsku þýðingunni að skýjum (,skyer‘).19 Þetta væri að sjálfsögðu ágætt ef Ted Hughes hefði notað orðið „ský“; en hann gerði það bara ekki – hann valdi sérstaklega orðið „heap“. Val sænska þýðandans á orði fyrir „heap“ er nær upprunalega orðinu en orðin hjá danska og norska þýðandanum, en það er þó ekki nógu nákvæmt því „heap“ er þýtt sem „massi“ (,massa‘, bls. 161).20 Þetta orð hefði verið fullkomið ef Ted Hughes hefði notað orðið „mass“, nema hvað hann gerði það ekki. Í íslensku þýðingunni nota ég orðið „hrúgald“ sem getur þýtt formlaus massi eða „heap“. Væntanlega eiga skandinavísku málin nákvæmari orð yfir „heap“, en verið getur að þýðendurnir hafi ekki haft aðgang að bestu orðabókunum eða kannski höfðu þeir ekki þolinmæði til að velta svona „tittlingaskít“ fyrir sér. Í ljóðinu „Robbing Myself“ talar Ted um ,our absence‘ (bls. 166); í norsku og dönsku þýðingunum verður þetta „þín fjarvera“ (,ditt fravær‘, bls. 174, ,dit fravær‘, bls. 168). Kannski hefur annar þýðandinn fengið lánað frá hinum? Í sama ljóði er norska þýðingin með ,the front room‘ sem forstofu ,forstuen‘ (bls. 174) (þ.e. ,the entrance hall‘). Allar þrjár skandinavísku þýðingarnar á þessu sama ljóði lýsa húsinu sem „þéttu“ (,dense‘) eða „samanþjöppuðu“ ,compact‘21 í stað „traustu“ (,tight‘). „Tight“ gefur í skyn styrkleika, eitthvað sem er gegnheilt, öruggt og traust: ,Tight as a plush-lined casket / in a safe /‘ (bls. 166)22. Titilinn á ljóðinu, „Robbing Myself“ er erfitt að þýða; í norsku þýðingunni er þetta „Rændur“ („Berøvet“, bls. 173). Danskan er jafnvel verri: „Þegar ég stal frá sjálfum mér“ („Da jeg bestjal mig selv“, p. 167) sem getur jafnvel þýtt, „Þegar ég stal sjálfum mér“. Í dönsku þýðingunni á „The Beach“, vantar næstum heila línu; sex orðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.