Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 15
Æ t l i v i ð n á u m n o k k u r n t í m a n n a ð s n e r t a v e r u l e i k a n n ? TMM 2015 · 1 15 Það er hægt að hugsa án þess að fylgja línu, og það gerum við flest, auk þess var þetta fyrir mér hluti af því að reyna að virkja væntanlega lesendur, fá þá til að taka þátt í sköpuninni, ekki ósvipað og þegar ekki er allt lagt upp í hendurnar á lesendunum, þeim ætlað að fóta sig sjálfir. Ég hef yfirleitt ekki gaman af sögum þar sem maður er mataður eins og þegar fýll er að troða í fýlsunga. Kristín: Þykir þér að þú hafir sótt áhrif í útlenskar bókmenntir eða það hafi gerst sem afleiðing af námi þínu og dvöl í öðrum löndum? Álfrún: Útlenskar bækur og innlendar? Mér hefur sýnst að torveldara sé að fjalla um þjóðarbókmenntir en okkur er tamt að halda. Hugmyndir og bækur eru í eðli sínu alþjóðleg fyrirbæri sem hafa alveg frá öndverðu ferðast milli landa og verið lengst af álitnar skipta miklu máli, voru fjársjóður sem menn vildu eignast hlutdeild í til að auka skilning sinn almennt, víkka sjón- deildarhring sinn, skyggnast inn í annarra hug og deila með öðrum nýjum hugmyndum og gömlum. Jafnvel hugsjónum. En eins og við vitum: heimur versnandi fer!! Og afþreyingin sogar margt til sín. Svo ég snúi mér aftur að spurningu þinni. Það er víst lítil hætta á að þær bókmenntir sem ég fékkst við og las í háskólanámi mínu hafi haft áhrif á afstöðu mína til nútímabókmennta, þó að þær hafi vissulega haft áhrif á afstöðu mína til bókmennta yfirleitt. Það var ekki fjallað um nýjustu bók- menntirnar í Háskólanum í Barcelona, né í öðrum háskólum svo ég viti. Hins vegar var skáldskapur sem kom út eftir 1800 álitinn tilheyra nútím- anum. Og höfundar urðu að hafa legið minnst fimmtíu ár í gröfinni áður en verk þeirra þóttu tæk til umfjöllunar innan veggja háskóla. Maður varð að bera sig sjálfur eftir því sem var nýjasta nýtt í bókmenntunum og ræða um það við vini og kunningja, en ekki sprenglærða prófessora. Kristín: Gerir þú greinarmun á amerískum og evrópskum áhrifum? Álfrún: Nei, það geri ég ekki. Eins og ég sagði áðan tel ég að bækur og bókmenntir eigi sér ekki landamæri, séu sameign manna, og hafi frá upphafi verið það, raunar haft það hlutverk. Allir rithöfundar og skáld hafa lært af öðrum skáldum og rithöfundum, burtséð frá landamærum, og með því að lesa mikið. Leggjast í lestur! Kristín: Mér finnst ég skynja ákveðna uppreisnargirni í kynslóðinni þinni – kannski fyrstu frjálsu kynslóð Íslandssögunnar að einhverju leyti – þó ég trúi ekki á kynslóðir og þó ég trúi ekki á að tíminn líði eða þróist – svona ákveðið og heilla pönk en í kynslóðinni sem kennir sig við það. Þið gáfuð alla vega fortíðinni einn á hann – að mínu viti. Álfrún: Sannast sagna vildi ég að mín kynslóð – og ég meðtalin – hefði verið örlítið uppreisnargjarnari og stundað skarpari og ígrundaðri gagnrýni en hún gerði, en þó ekki endilega í skáldverkum sínum. Það er víst best að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.