Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 129
TMM 2015 · 1 129
Dagný Kristjánsdóttir
Tímakistan
krosslesin
Andri Snær Magnason: Tímakistan. Mál
og menning, 2013
Síðustu tvo áratugi hafa skáldsögur sem
voru skrifaðar fyrir börn og unglinga
iðulega verið efst á sölulistum bókabúða
og bíómyndir byggðar á þeim slegið öll
aðsóknarmet. Nægir að nefna Harry
Potter bækur J.K.Rawlings, Ljósaskipta-
bækur Stephanie Meyer, Hungurleikana
eftir Suzanne Collings og síðast en ekki
síst bækur J.R.R. Tolkien sem gengu í
endurnýjun lífdaga í kvikmyndum Pet-
ers Jackson um Hringadróttinssögu og
Hobbittann. Unglingabækurnar sem
fyrst voru taldar eru lesnar jafnt af full-
orðnum og unglingum og talað um
„krosslestur“ (e. cross reading) í því
sambandi. Krosslestur er ekki gott hug-
tak því að orðið kross á íslensku vísar
fyrst og fremst til krossins sem trúar-
tákns og þjáninga Krists á krossinum.
En þetta hugtak vísar líka til forms,
tvær línur skerast og þegar börn lesa
fullorðinsbækur og fullorðnir barna-
bækur lesa kynslóðirnar í kross. Tíma-
kistan eftir Andra Snæ Magnason er
krosslestrarbók. Hún er bók fyrir les-
endur á bilinu tíu ára til áttræðs. Meira
um það seinna.
Tímakistan
Sagan gerist á tveimur tímasviðum.
Fyrri sagan gerist í framtíðinni en þá
hefur það gerst að glúrinn kaupsýslu-
maður hefur fjöldaframleitt hátæknileg-
ar „tímakistur“ sem eru þeim eiginleik-
um gæddar að sá sem í þær leggst getur
stöðvað tímann. Allir kaupa þær. Verði
fólk þreytt og leitt á viðvarandi hræði-
legu ástandi í efnahagsmálum og þjóð-
félagi getur það flúið í tímakistuna sína
þar sem enginn tími líður. Menn geta
stillt kistuna þannig að hún opnist sjálf-
krafa þegar kreppunni er lokið. Engum
þarf að líða illa. Vandamálið er bara að
kreppunni lýkur aldrei. Það eru aldrei
til nógir peningar og alltaf eitthvað í
miklu ólagi einhvers staðar í heiminum
og þess vegna hverfa æ fleiri varanlega
ofan í tímakisturnar, fyrirhafnarsöm
börn, stressaðir foreldrar, aldraðir
aðstandendur og loks eru bæirnir orðnir
mannlausir og enginn eftir. Þá opnast
læsingin á einni tímakistu og eitt barn
finnur annað barn og þau finna eina
gamla konu sem segir þeim söguna af
fyrstu tímakistunni og prinsessunni af
Pangeu.
Á hinu tímasviðinu, fortíðarsviðinu,
er sagt frá kónginum Dímon í Pangeu
sem eignast dótturina Hrafntinnu, sem
er svo fögur og dýrmæt að kóngurinn
afber ekki tilhugsunina um að hún eld-
ist. Hann lýsir eftir einhverjum sem geti
stöðvað tímann sem henni er gefinn og
heitir þeim hinum sama hálfu konungs-
ríkinu. Hópur af dvergum kemur til
konungs með kistu sem er ofin úr
kóngulóarsilki sem er svo þétt að tíminn
kemst ekki inn í kistuna. Kóngur tekur
kistuna en lætur drepa dvergana og það
eru höfuðsvik.
Nú er það svo að ungar, undurfagrar
stúlkur, sem eldast ekki, missa ekki feg-
urð sína og æskuþokka, eignast ekki
börn eða deyja, eru vinsælt minni í
D ó m a r u m b æ k u r