Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 142
D ó m a r u m b æ k u r
142 TMM 2015 · 1
Noregi, þá undir ægivaldi Verkamanna-
flokksins. (Universitetsforlaget Oslo
1963.) En norski verkamannaflokkurinn
stóð með verkalýðshreyfingunni – að
öðru leyti varð valdastefna þessara
tveggja annars gjörólíku flokka svipuð
að mörgu leyti. Völdin eru vandmeðfar-
in og spilla flestum sem hafa þau til
langframa. Þegar flokkur er farinn að
njósna um samferðamenn sína úr
öðrum flokkum þá er voðinn vís. Hér er
ekki verið að líkja neinum við eins-
flokksríkin í Austur-Evrópu en hugur-
inn leitar óhjákvæmilega þangað, ekki
síst til þeirra ríkja eins og Austur-Þýska-
lands þar sem komið var á gervifjöl-
flokkakerfi. Þar voru flokkar með
ýmsum nöfnum sem höfðu jafnvel
alþjóðleg samskipti. Einn þeirra Þýski
bændaflokkurinn var til dæmis í reglu-
legum samskiptum við Framsóknar-
flokkinn hér á landi.
Vissulega réði Sjálfstæðisflokkurinn
ekki alveg öllu á Íslandi og við bjuggum
aldrei við einsflokksstjórn en hann
hafði hæfileika til þess að tengjast í allar
áttir; það lá í eðli Ólafs Thors sem var
formaður Sjálfstæðisflokksins fram yfir
1960. Framsóknarflokkurinn gegndi
mikilvægu hlutverki í að takmarka völd
Sjálfstæðisflokksins, það gerðist einkum
úti á landi og utan höfuðborgarsvæðis-
ins í kaupfélögunum og í samvinnu-
hreyfingunni; oft varð hann samt allt of
líkur Sjálfstæðisflokknum. Alþýðu-
flokkurinn var líka samstarfsflokkur
Sjálfstæðisflokksins langtímum saman
en varð því miður stöðugt líkari honum
að hugmyndafræði í efnahagsmálum að
ekki sé minnst á utanríkismálin eftir 12
ára viðreisnarstjórn. Meira að segja
Sósíalistaflokkurinn vann með Sjálf-
stæðisflokknum í ríkisstjórn í tvö og
hálft ár, nýsköpunarstjórninni, sem
hentaði báðum flokkunum við að eyða
stríðsgróðanum og að byggja upp
íslenskt atvinnulíf, velferðarkerfi og
skólakerfi. Það segir reyndar sitt um
þroskastig stjórnmálaumræðunnar á
Íslandi að einn aðalhugmyndafræðingur
Sjálfstæðisflokksins telur að Sósíalista-
flokkurinn hafi notað tímann í nýsköp-
unarstjórninni til að búa sig undir bylt-
inguna.
Höfðu skrif Morgunblaðsins innan úr
flokknum hjá okkur áhrif? Ekki á þeim
árum sem Styrmir fjallar um. En
Styrmir og Morgunblaðið héldu áfram
iðju sinni eftir 1968 með því að vaða inn
í hreyfingu vinstri manna á skítugum
skónum, komust þannig inn á gafl í
Alþýðubandalaginu eftir 1985 og seinna
í Vinstri hreyfingunni, grænu framboði.
Kannski gerir Styrmir grein fyrir því í
næstu bók? Og gaman væri að vita
hverjir þeir voru þá uppljóstrararnir.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði – alls-
herjarvald á Íslandi í áratugi. Flokkur-
inn trylltist þegar hann missti völdin;
verstur varð hann 1956–1958. Hann fór
algerlega á límingunum 2009–2013.
Aðrar eins aðfarir hafa aldrei sést fyrr
eða síðar í íslenskum stjórnmálum sem
betur fer. Kaflaskipti urðu með Reykja-
víkurlistanum 1994. Þó er vald Flokks-
ins enn allt of mikið og það þarf að
breytast. Geta orðið ný kaflaskipti á
næstunni með nýjum landvinningi
vinstri manna? Þá þurfa þeir að horfa á
heiminn í stóru samhengi um leið og
þeir leggja rækt við íslenska menningu,
jöfnuð, lýðræði, sterkt velferðarkerfi,
vandað menntakerfi og hafna misrétti
og kunna að virða sjálfbæra þróun í
efnahagsmálum þó það kosti minni lífs-
kjarabata en ella væri. Vonandi tekst að
finna nýja sameiginlega pólitíska hugs-
un vinstri manna. Svo mikið er víst að
menn kaldastríðsins tefja þá för ekki
mikið lengur.