Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 43
G e t u r L a n d n á m a l í k a v e r i ð h e i m i l d u m l a n d n á m i ð ?
TMM 2015 · 1 43
að skýra Íslendingabók og Landnámurnar án þess að grípa til einhvers konar
samfellu í miðlun sagna frá landnámstímanum til ritunartímans. Og ég segi
sagna vegna þess að upplýsingar eða fróðleiksmolar um fortíðina varðveitast
ekki eins og stakir minnispunktar eða ættartölur á blaði heldur sem hluti af
frásögn sem er miðlað við einhverjar aðstæður af tilteknum einstaklingum.
Kostir og gallar óvissunnar
Gallinn er sá að engar aðferðir duga til að komast nær áreiðanlegri niður-
stöðum um heimildagildi Landnámu en þessi almenna staðhæfing leyfir.
Það stoðar lítt þótt sagt sé að eitthvað hafi staðið í Styrmisbók – eða
hinni algjörlega ímynduðu *Frum-Landnámu sem stundum slæðist inn í
umræðuna. Munnlegar upplýsingar um landnámið voru ekki áreiðanlegri
á fyrri hluta þrettándu aldar en á seinni hluta aldarinnar. Og það stoðar lítt
þótt bent sé á að ættfræði Landnámu sé sjálfri sér samkvæm – en oft ósam-
rímanleg ættfræði Íslendingasagna, eins og vænta má þegar sams konar upp-
lýsingar rata á bækur úr ólíkum munnlegum áttum. Engin tæk aðferð leyfir
að ályktað sé sem svo að sögur og ættfærslur í Landnámu séu áreiðanlegri
heimild um fortíðina en aðrar sögur úr munnlegri geymd.
Engar samtímaheimildir geta skorið úr um það hvort einhver Ingólfur var
til í raun og veru við upphaf landnáms og hvort hann átti vin og fóstbróður
sem kallaður var Hjörleifur – áður en Ingólfur þessi settist að í Reykjavík
fyrstur manna, með fjölskyldu sinni. Þó að sögur af þeim fóstbræðrum beri
öll merki upprunasagna víðs vegar um hið indóevrópska menningarsvæði
eins og Verena Hoefig hefur skrifað um í nýlegri doktorsritgerð sinni frá
Berkeley (Finding a Founding Father: Memory, Identity, and the Icelandic
landnám) þá segir það lítið um hugsanlegt heimildagildi sagnanna því að
þess eru mýmörg dæmi að fólk upplifi og segi frá raunveruleikanum sem það
reynir sjálft með þekktu frásagnarformi. Sögur móta veruleikann í hugum
okkar og því er ekki sjálfgefið að frásögn af meintri upplifun sem litast af
öðrum sögum sé uppspuni. Það er m. ö. o. erfitt, ef ekki ógjörningur, að
meta heimildagildi Landnámu þegar komið er út fyrir hinn sannreynanlega
og almenna ramma.
Kosturinn er hins vegar sá að þessi almenna niðurstaða gerir mönnum jafn
erfitt fyrir að fullyrða að eitthvað í Landnámunum sé tilbúningur þeirra sem
skrifuðu bækurnar. Undanfarna áratugi hefur hver haft það eftir öðrum,
eins og það væru sjálfsögð sannindi eftir að Þórhallur Vilmundarson kom
fram með örnefnakenningar sínar á 7. áratug síðustu aldar, að Landnámu-
höfundar hafi búið til landnámsmenn og jafnvel sögur um atburði út frá
örnefnum einum saman. Fyrir slíkri starfsemi eru engar heimildir. Það er
ekkert sem bendir til þeirra ólíklegu aðstæðna að landið hafi allt verið þakið
sögulausum örnefnum sem fólk á tólftu og þrettándu öld hafi byrjað að
skýra fyrir sér með skálduðum upprunasögum þegar sest var niður við ritun