Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 65
„ H ú s i n e r u e i n s o g o p i n b ó k “
TMM 2015 · 1 65
þetta mikla hús fengi á sig minnisvarðasvip, minnisvarða, er sæmdi því örlæti og
trausti á framtíðinni, sem lýsir sér í því, að smáþjóð vogar að byggja slíkt stórhýsi
í smábæ eins og Reykjavík, og það á tíma, þegar leikhús erlendis eiga erfitt upp-
dráttar. Það vildi nú svo vel til, að ég hafði áður glímt við þessa klettahugmynd, og
hafði hún komið mér að góðum notum. Það var á veggsúlum kaþólsku kirkjunnar
í Landakoti. Ég reyndi þar að líkja eftir íslenzku stuðlabergi að svo miklu leyti sem
aðstæður leyfðu, og varð þetta til þess, að kirkjan fékk annan, og að mínum dómi
fegurri svip, en hún annars hefði fengið; þar á ofan var þessi tilbreyting alíslenzk
og í góðu samræmi við gotneska stílinn. Það var því eðlilegt, að mér dytti hið sama
í hug, íslenzka stuðlabergið, er gera skyldi uppdrátt af leikhúsinu, þótt ekki hafi ég
hirt um að stæla það bókstaflega. Ég hefi aðallega notað það sem skraut á sléttum,
óbrotnum veggjum.64
Það er að minnsta kosti þrennt sem má lesa á milli línanna í skrifum Guð-
jóns um Þjóðleikhúsið. Fyrst ber að nefna „þá sanngjörnu kröfu“ að húsið
yrði að einhvers konar tákni, eða „minnisvarða“ eins og hann orðar það. Í
annan stað geislar leikhúsið hreinlega af getu þjóðarinnar þegar því er stillt
upp í samanburði við önnur lönd og það talið „okkur“ til tekna að við getum
reist stórhýsi „þegar leikhús erlendis eiga erfitt uppdráttar“. Byggingin er því
ekki eingöngu liður í sjálfsmyndarsköpun heldur einnig tæki til þess að færa
Ísland skör ofar á alþjóðlegri mælistiku. Og loks er það hin þjóðlega hjátrú.
Það er merkilegt að maður sem setur jafnmikið traust á vísindalegar
aðferðir og skipulag í framsókn mannsins fari skyndilega að tala um ævin-
týra borgir og álfakonungshallir. Hann er vissulega að fanga hér einhvern
þjóðaranda sem menn töldu þjóðtrúna sýna en þá má líka höggva eftir
því að Guðjón fullyrðir: „íslenzka huldufólkið bjó blátt áfram í klettum“.
Þjóðleikhúsið. Ljósm. Þorgrímur Andri Einarsson.