Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 22
A n a S t a n i c e v i c 22 TMM 2015 · 1 hvort sem það er „bælt óp“ samkynhneigðs karlmanns sem kaupir kynlíf af sextán ára strák og fær fullnægingu í leyni, bældur af samfélaginu (bls. 11), óp líkkistusmiðsins sem kemst að því að hann á eftir að smíða tvær kistur handa fjölskyldumeðlimum sínum (bls. 50) eða óp Mána Steins sem langar til að hrópa í ráðaleysi sínu (bls. 113). Tilvistarstefna Sørens Kierkegaard hafði áhrif á Munch og tilvistar- kvíðinn sem Kierkegaard lýsir í Begrebet Angest fléttast inn í list express- jónismans. Í dæmi Kierkegaards stendur maður á kletti og finnur til kvíða vegna mögulegs falls, en líka ólgandi hvöt til að stökkva af sjálfsdáðum. Þetta frelsi til að velja sjálfur annaðhvort að hoppa fram af eða vera kyrr á klettinum veldur manni tilvistarlegri angist.7 Málverkið „Ópið“ hét raunar upprunalega „Angst“. Það er margt sem persónurnar í sögu Sjóns kvíða fyrir: eigin lífi sem stofnað er í hættu af spænsku veikinni, erfiðleikunum samfara því að tjá sig og vera maður sjálfur, óvissu yfir hvort þau öðlist loksins sjálf- stæði eða ekki og óvissunni sem fylgir því að vera sjálfstæður. Það er bæði ráðleysið og valið ásamt afleiðingum þess sem þjakar fólkið í þessari sögu, eins og Kierkegaard fjallar einnig um í Enten – Eller.8 1.2 Skuggaleikur9 Það þarf ekki að leita lengi í Mánasteini til þess að komast að því að skuggi fylgir mörgum persónum hennar. Og lesandinn er alltaf minntur á þetta. Það er eins og skugginn taki á sig sjálfstætt hlutverk og sé persónugerður. Þegar í fyrsta kaflanum er gefið í skyn að hér sé um að ræða myrkur sem hangi yfir öllum: „Með bældu ópi slítur maðurinn sig frá klettaveggnum ásamt skugga sínum.“ (bls. 11). Að auki eru persónurnar skuggagerðar: „Göturnar gapa mannlausar, nema hér og hvar bregður fyrir stakri skuggaveru á ferli.“ (bls. 49). Það eru líka í sögunni „skuggamyndir sem bæra á sér“ og það „skuggar fyrir manni“ (bls. 88). Lesandinn fyllist óheillavænlegum tilfinningum um að skuggarnir séu lifandi og á góðri leið með að taka yfir persónurnar sínar, eins og í ævintýri H.C. Andersens „Skuggi“ þar sem Skugginn verður Herra og Herrann verður Skuggi.10 Þessi ótti rætist í sótthita spænsku veikinnar: „Á gólfinu liggur skuggi hans og er með óhagganlegri mannsmynd. Skugg- inn teygir úr sér, sprettur á fætur, afskræmir drenginn.“ (bls. 64). Skugginn rís og drengurinn verður að skugga: „Hann er skuggi sem fer frá manni til manns …“ (bls. 65). Hér ómar bergmál úr ævintýri Andersens þegar fólk segir við aðalpersónuna: „De ser virkelig ud ligesom en Skygge!“11 Þessi áminning um skuggann er í eðli sínu expressjónísk og endurspeglar sálarlíf persónanna. Hún er hliðstæð framsetningu skuggans í málverkum Munchs þar sem skugginn er óvenju stór og næstum ónáttúrulegur. Hann sýnist vera lifandi og yfirgnæfandi og þótt hann komi úr persónunum og sé tengdur þeim, lifir hann eigin lífi og svífur þungur yfir sínum „herrum“. Sjaldan er hann undirgefinn þeim, en í staðinn er honum gefið óhugnanlegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.