Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 48
Þ o r s t e i n n Þ o r s t e i n s s o n
48 TMM 2015 · 1
hans dómi miklu máli til skilnings ljóða. Eliot hafði að því leyti sérstöðu í
sinni gagnrýni að hún ein kenndist af heimspekilegri skólun hans og kröfu
til skálda og gagnrýnenda um yfir sýn yfir heil menningarsvæði, raunar alla
bókmenntasögu Evrópu frá dögum Hómers, eins og fram kemur í ritgerð
hans „Hefðin og hæfileiki ein stak lingsins“ sem Matthías Viðar Sæmundsson
þýddi á íslensku.4
3
Nýrýnin varð fljótlega ríkjandi skólastefna í Bandaríkjunum og úrættaðist
þegar á leið sem undirbúningur undir staðlaðar prófspurningar. Það er
eflaust ein helsta orsök þess hraklega orðspors sem hún hefur fengið. Mikil
áhersla var lögð á ýmis tæknileg atriði ljóða í kennslunni, atriði eins og
myndhvörf, sam líkingu, tákn, tvíræðni, tón, þversögn osfrv., atriði sem
vissulega er gagn legt að kunna nokkur skil á en hafa ekki sjálfgildi og eru
ekki aðal skáldskapar þótt auðvelt sé að prófa úr þeim. Annars merkir heitið
close reading í sjálfu sér bara náinn eða vandaður lestur þeirra verka sem
verið er að kanna, og getur verið af margvíslegu tagi, enda jafnvel verið haft
um lestur afbyggjenda þótt hæpið sé um suma þeirra að dómi þess sem þetta
ritar. Ég leyfi mér í því sambandi að nefna J. Hillis Miller sem gjarna les ljóð á
þann veg að því er líkast sem þau komi úr tætara eftir lesturinn. En fráleitt er
að setja alla afbyggj endur undir einn hatt, og ég vil þar einkum undanskilja
Barböru Johnson sem byrjar eina grein sína svo: „Að kenna bókmenntir
er að kenna fólki að lesa, að veita athygli í texta ýmsu því sem hraðlestrar-
menning okkar hefur tamið sér að sneiða hjá, virða að vettugi, hlaupa yfir,
telja til aukaatriða. Að lesa það sem fram fer í tungu málinu, ekki að geta sér
til um hvað vakað hafi fyrir höfundi […]. Þetta er eina kennsla sem hægt er
með sanni að kalla bókmenntalega; allt annað er hug myndasaga, ævisaga,
sálfræði, siðfræði eða léleg heimspeki.“ Hún bætir því síðan við að því fari
fjarri að í þessum orðum hennar felist að ekkert skuli lesa utan textans
sjálfs, rétt eins og hann sé án snertingar við allt sem utan hans stendur.
„Innan mál“ textans er ekki sjálfgefið og „utan málið“ ekki heldur, og „oft
fær lesand inn ekki nálgast textann án fílólógískra, sögulegra, ævisögulegra
og ann arra rann sókna.“ En þau atriði séu ekki endi lega auðtúlkaðri en bók-
mennta textinn sjálfur. „Þjálfun í lestri hlýtur að vera þjálfun í að meta gildi
og áreiðan leika ytri sem innri heim ilda.“5
Robert Scholes [frb. skóls] heitir bandarískur skólamaður sem vill kenna
lestur bókmennta sem nokkurskonar handverk (e. craft). Honum er uppsigað
við stranga skiptingu bókmennta í fínar og ófínar sem hann telur að hafi
verið fylgifiskur módernisma og nýrýni í Bandaríkjunum. Hann rekur í bók
sinni The Crafty Reader ýmis skemmti leg dæmi þess hvernig nemendur sem
aldir voru upp á nýrýni notuðu internetið til próf undir búnings.6 Tvö dæmi
(lauslega þýdd):