Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 104
Þ o r s t e i n n A n t o n s s o n
104 TMM 2015 · 1
og þekkingu á náttúrfari umhverfisins á heimaslóðum og kveður þar hvert
orð við annað um þann unað allan sem þar var að finna á þessari sjávarjörð
meðal fugla, ilmríkra grasa og annarrar lifandi náttúru. Ekkert segir þó af
fólki í þeim skrifum.
„Dýrasaga“ Ástu fjallar um skapbráðan kotbónda sem níðist á barni sínu
og konu, einkum tilfinningalega. Og þegar svo fer, að hann mætir nokkru
mótlæti sjálfur frá dótturinni, tekur hann einnig að beita líkamlegum mis-
þyrmingum. Karl þessi er að minnsta kosti ódæmigerður í því að hann hefur
vitsmuni til að níðast á barninu kerfisbundið með sögu sem hann spinnur
upp og heldur að barninu og miðast við að ganga fram af eðlislægum þörfum
þess fyrir umhyggju, bæði annarra og sína eigin. Varla verður framhjá því
horft, að þessum píslum barnsins vindur fram með þeim hætti að kynhvöt
karlsins hljóti að teljast með í spilinu, þótt hvergi komi neitt fram um bein
afskipti hans af því tagi. Hann lætur duga að draga barnssálina inn í hugaróra
sína sem bundnir eru kvalalosta hans sjálfs, lætur barnið kenna máttar síns
og afvegaleiddra ástríðna með orðaspuna sínum. Minnimáttarkennd auð-
vitað eins og annarra sadista. Ásta umturnar dalakofasælu sveitasagna frá
hennar tíð og fyrir þann tíma með martröðum „Dýrasögu“, „Frostrigningar“
og „Huggunar“ þar sem harðast er gengið fram í að lýsa miskunnarleysi
manns og vanmætti þess sem fyrir verður. Og jafnvel orðfæri „Dýrasögu“,
flámæli, hik, stam, er afhjúpandi svo að virðist tilvísanir á raunverulegar
persónur sem fundnar verði í manntölum og prestþjónustubókum frá því
snemma á síðustu öld og áður.
Sögur Ástu voru skrifaðar um og upp úr miðri síðustu öld. Hvað sem
öðru líður var tilgangur hennar með þeim vísvitaður, hinn sami og margra
annarra innlendra höfunda á tíma kalda stríðsins, að innleiða nýjan til-
vistarskilning á tímamótum í þjóðarsögu okkar. Erlendis, einkum á megin-
landinu, höfðu heimspekingar um áratuga skeið gert sér far um að koma á
framfæri sannfæringu sinni um mótstæður manns og heims með ritgerðum,
sögum og leikritum; þær að maður sé eitt, heimur annað og ekki gangi
saman með þessu tvennu, hvort sem svo hefur nokkurn tíma verið eða ekki;
einkum væru siðferðislegar lausnir á ósamræminu úr sögunni. Ekkert væri í
stöðunni annað en horfast í augu við þann beiska sannleika, að manninum
og þá menningu hans væri ofaukið í veröldinni og eins gott að láta duga að
leita réttlætingar sinnar meðal annarra manna. Lengra dygði ekki að haga
leitinni.
Umbrot Ástu – í bókmenntafræðilegum skilningi – má vel sjá sem tilraun til
að móta fyrir sér nýja grein íslenskra bókmennta sem svari því áliti að ekkert
gengur upp sem menn áhrærir og nærtækt þá að tala um hryllingsagnagerð
í því sambandi. Lítið hafði farið fyrir slíkum skáldskap hérlendis fram að
því að sögur hennar tóku að birtast og þær ollu fjaðrafoki af því tilefni og
fleirum; sögur um fólk sem mætir mótlæti án þess að fundin verði á því
önnur skýring en grimmd og óvitaskapur næsta manns. Ólafur Jónsson