Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 56
K j a r t a n M á r Ó m a r s s o n 56 TMM 2015 · 1 Hörður Ágústsson minnist einnig á þessa tengingu í Íslenskri byggingar- arfleifð og segir að skissur úr fórum Guðjóns, sem finna má á Listasafni Reykjavíkur, sýni að hann hafi skoðað verk Saarinens „rækilega“.10 Hann bætir við að sjá megi tengsl milli þeirra Guðjóns og Saarinens í þeim húsum Guðjóns þar sem háþekjan hverfur „en mismunandi formaðar breiðar stall- brúnir krýna þau í staðinn, veggir [eru] deildskiptir [svo] með stuðlum án prýðis, sem bera í sér minni klassískra hálfsúlna, sumstaðar flatir, og tann- staf bregður fyrir“.11 Þessi áhrif eru hvað sterkust í Sundhöllinni, Arnarhvoli, Reykholtsskóla og Þjóðleikhúsinu. Þetta eru einmitt þau hús sem Jónas frá Hriflu setur í tvo flokka – seinustu tvo af fjórum sem hann eignar Guðjóni Samúelssyni og gefur íslensk heiti: hamrastíll og lýðveldisstíll. Atli segir ennfremur að sumar byggingar Guðjóns, ekki síst verslunarhús Nathans og Olsens, skírskoti einnig í fleiri áttir og til annarra áhrifavalda. Þó verður að hafa hugfast, sem Atli gerir, að valið á byggingarefninu er þrátt fyrir allt séríslenskt. Í Danmörku notuðust þjóðernisrómantískir arkitektar við múrsteinahleðslu og í Finnlandi unnu skoðanabræður þeirra úr þjóð- legasta efni sem þeir komu höndum yfir: graníti. Guðjón hallaði sér aftur á móti að steinsteypunni sem hafði rutt sér til rúms á þessum árum á Íslandi. Þá byrjum við á burstunum Húsakynnin segja margt og mikið um menningarhagi þjóðanna. Næst bókmennt- unum eru þær vottur um ástand síns tíma og tala máli sem allir hugsandi menn skilja. Bókmenntirnar eru jafngamlar þjóðinni. Þær eiga sína gullöld og niðurlægingartíma- bil. Sama mun hafa átt sér stað um húsgerðarlistina. Vér skiljum að undirstöðu í listum bókmenntanna verðum vér að sækja til gullaldarinnar og að oss ber að varast, að vissu marki, áhrif erlends stíls og framsetningar. Sama er að segja um húsgerðarlistina. Hún þarf að eiga rætur í þjóðlegum grundvelli, vaxa og dafna fyrir atorku og skapandi afl íslenzkra listamanna, manna sem samstillast landi og þjóð […] Vér skulum hafa það hugfast að með steinsteyptu húsi, hvort heldur er íbúðarhús, fjós eða heyhlaða, erum vér að reisa þessari kynslóð óafmáanlegan minnisvarða. Dómur komandi kynslóða verður harður um oss sem nú lifum þegar þeir fara að brjóta niður okkar verk, eða dæma um menningarástand vort, sem lýsir sér þá vel í fornum húsakynnum. Þau túlka hugsunarhátt vorn og lýsa smekk vorum.12 Höfundur ofangreindra orða er Jóhann Fr. Kristjánsson byggingarmeistari. Þau birtust í Almanaki hins íslenska þjóðvinafélags 1931. Þar færir hann það í orð sem Guðjón Samúelsson var alla sína daga að reyna að skapa: íslenska húsagerðarlist. Fram að því að tilraunir Guðjóns Samúelssonar til þess að skapa þjóðlegan byggingarstíl hófust hafði eina framlag Íslands til húsagerðar í heiminum verið burstabærinn.13 Nýkominn heim úr námi gerir hann tilraunir með að byggja brú milli íslenska torfbæjarins og stein- steypualdarinnar með nýjum útfærslum á burstabænum í steyptri mynd. Á Þjóðskjalasafninu má finna tillögu sem Guðjón gerir að prestssetrinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.