Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 84
84 TMM 2015 · 1
Steinunn Jóhannesdóttir
Hallgrímur horfir á
altaristöflu Hóladómkirkju
Allar Jesú æðar stóðu
opnaðar í kvölinni,
dreyralækir dundu og flóðu
um Drottins líf og krossins tré, …
Þessa áhrifaríku og hrollvekjandi mynd sem við þekkjum úr fertugasta og
áttunda Passíusálmi, Um Jesú síðusár, hafði Hallgrímur Pétursson fyrir aug-
unum sem barn á Hólum í Hjaltadal. Hún er í miðju altaristöflunnar sem þar
var í gömlu dómkirkjunni sem hrundi þegar hann var tíu ára og sett upp á
ný í kirkjunni sem reist var á grunni þeirrar gömlu og kölluð Halldórukirkja.
Kirkjan sú var kennd við frænku hans, Halldóru Guðbrandsdóttur, sem fór
með hálft biskupsvald á stólnum um hríð og tók ákvörðun um og stjórnaði
byggingu nýju kirkjunnar. Ekki er ólíklegt að Hallgrímur og önnur stálpuð
börn og unglingar hafi verið handlangarar við kirkjusmíðina. Kannski
hefur Hallgrímur tekið á Hólabríkinni með höndunum, rennt fingrunum
yfir útskornar eftirlíkingar manna og skepna, snert Jesú síðusár. Kannski
má segja að hann hafi hlaðið myndinni inn í minni sitt líkt og appi í tölvu.
Hvernig varð Hallgrímur skáldsnillingur?
Hvernig varð Hallgrímur Pétursson sá snillingur sem hann varð, snillingur
í meðferð tungunnar og skáldskaparins? Hvaðan kom honum myndvísin,
bragsnilldin, skerpa hugsunarinnar og andlegt þrekið sem þurfti til þess
að skila af sér þeim meistaraverkum sem við njótum enn fjórum öldum frá
fæðingu hans?
Svar vísindanna við flestum spurningum af þessu tagi sem snerta mann-
inn og þroskaferil hans, spurningunni um hvað geri manninn sterkan, hvað
leggi hann að velli, er að um sé að ræða samspil umhverfis og erfða.
Svo almennt svar segir ekki mikið um hvern einstakan. Og hvernig má þá
fræðast um erfðamengi Hallgríms Péturssonar? Hvernig var umhverfið sem
hann ólst upp í? Hverjir elskuðu hann og hvöttu til dáða, hverjir skömmuðu