Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 111
„ D u l a r f u l l u r g e s t u r“
TMM 2015 · 1 111
Var þessi harðneskjulegi hamur Ástu, sem Kaldal lagði alla áherslu á
við myndasmíð sína, og hafa fylgt henni síðan, úrræði hennar við mis-
þyrmingum sem hún sjálf varð fyrir sem barn? Eða var freðinn svipurinn
á myndunum og hegðunin, sem hún varð kunn af, manneskju sem gerðist
forfallin aðdáandi tískunnar á sínum bestu árum um og upp úr miðri síðustu
öld? Tækifærismyndir af henni bera vott um annað. Þær vitna um öllu ljúfara
geð. Að hversu miklu leyti ljósmyndarinn Kaldal, sá mikli listamaður, tók
undir með Ástu eða sneið henni sjálfur gervið verður ekki svarað, en hitt er
víst að hann átti með list sinni sinn þátt í að festa hana í því.
Hryllingssögur ganga ekki upp í lokin; það er einkenni þeirra. Sögur Ástu
eru brautryðjandaverk af því tagi. Hún var ekki ljóðskáld, þótt birst hafi eftir
hana á prenti nokkur frambærileg ljóð.
Eins og fyrr segir hefur samband Ástu við móður sína verið álitið undirrót
að uppreisnargirni hennar á fullorðinsárum hennar, jafnvægisleysi hennar
og beiskju. En hún átti tvennt til, ekki síður en stjúpi föður hennar, Markús,
eftir lýsingu séra Árna. Ef að líkum lætur þurfti meira en karp um trúmál
til að beina listakonunni á þá braut sem varð hennar á fullorðinsárunum.8
Bærinn Litla-Hraun stendur við sjóinn, efst á Mýrunum. Snæfellsjökull í
viðráðanlegri fjarlægð sem hún seinna lýsti í áðurnefndri tímaritsgrein af
gjörhygli og af mikilli þekkingu á staðbundnum orðatiltækjum. Greinin
„Frá mýri, hrauni og fjörusandi“ er umhverfislýsing Ástu á heimahögunum;
greinin er ljóðræn hugleiðing um gróðurfar og dýralíf. Faðirinn, Sigurður,
bjó með móður sinni á þessari eignarjörð þeirra ásamt Markúsi Ívarssyni frá
því sonurinn Sigurður var um tvítugt uns móðir hans, Ástríður, lést 1929,
þegar Sigurður var um fimmtugt. Markús var þá látinn fáum árum fyrr.
Eftir lát Ástríðar tók Sigurður, sonur hennar, að búa með Þórönnu Guð-
mundsdóttur frá Fáskrúðsbakka, sem er nokkrum tugum kílómetra til
norðurs frá Litla-Hrauni. Þóranna var tíu árum yngri en Sigurður. Hann
reyndist ekki vera búmaður að upplagi, hvorki fyrr né síðar; var meira fyrir
bókina og hverskyns fróðleik – eins og Ásta. Hann var sjálfmenntaður á
ensku og dönsku. Tveimur árum eftir að Ásta kom í heiminn fæðist þeim
hjónunum á Litla-Hrauni önnur dóttir, Ástríður Oddný, sem varð hjúkr-
unarfræðingur á fullorðinsárum. Fleiri börn áttu þau hjónin á Litla-Hrauni
ekki.
Móðir Ástu, Þóranna, var ólík manni sínum; hún var búkona og gaf lítið
fyrir grúsk hans. Foreldrar hennar höfðu slitið sambúð meðan hún var barn
og móðirin flutt til Vesturheims. Eftir það var Þóranna alin upp af föður
sínum og stjúpu. Við umskiptin varð hún einþykk, lokuð og þegar lengra leið
varð trúin hennar athvarf. Þóranna lærði fatasaum og húshald í Reykjavík og
Vestmannaeyjum. Vonbrigði í ástum hertu hana enn. Hún gerðist aðventisti.
Á búskaparárunum sinnti hún, að hætti strangtrúaðra aðventista, aðeins
helstu nauðsynjaverkum frá föstudagskvöldi til laugardagskvölds. Yngri