Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 68
K j a r t a n M á r Ó m a r s s o n 68 TMM 2015 · 1 Þá mótaðist í höndum hans nýr stíll, sem helzt má kenna við endurreisn þjóðveldis- ins, sem var mestur viðburður þjóðarinnar á þessu árabili. Það var ekki nóg fyrir unga þjóð, sem var að endurnýja alla húsagerð í landinu, að eiga tilkomumikinn hátíðarstíl. Ísland þurfti vegna meginþorra almennra bygginga að eignast léttan, einfaldan og skrautlausan húsagerðarstíl, en þó svipmikinn og í samræmi við veðráttuna í landinu og yfirbragð landsins. Og þessi stíll mótaðist smátt og smátt í höndum Guðjóns Samúelssonar.76 Það sem er að mínum dómi forvitnilegast við þetta skeið – þennan stíl – í ævistarfi Guðjóns er sú staðreynd að skilgreiningin sé yfirhöfuð til. Eftir því sem Jónas lýsir honum hljómar hann í raun eins og litlibróðir hamrastílsins. Jónas talar um beina línur þar sem lóðrétt lína og lárétt eru alls ráðandi, þar sem „[g]öfgi stílsins og orka kemur fram í skipulagi glugga, þakbrúna, stigaþrepa og forskyggni“.77 Þessi lýsing segir lesanda ekki margt. Einn gagnrýnandi Jónasar nefnir að hann lýsi stílnum sem svo að „[í] húsum, sem byggð eru í lýðveldisstíl eru þökin með nokkrum halla í fullu samræmi við veðráttu landsins“ en bendir svo réttilega á að tvö helstu dæmin sem Jónas tínir til eru Háskólinn og Gagnfræðaskóli Austurbæjar og séu „bæði húsin með þökum eins og þau gerast einna flötust“.78 Það sem meira er, Jónas endurtekur lýsingar á hamrastílnum og segir að stíllinn sé „náskyldur meginlínum íslenzkra fjallabyggða“.79 Hörður Ágústsson hefur hins vegar bent á að síðari hluta ævi sinnar hafi Guðjón starfað undir áhrifum funkis- stefnunnar og nefnir í því sambandi sérstaklega Háskóla Íslands, eitt uppáhalds hamradæmi Jónasar: „Segja má um Laugarneskirkju svipað og Háskólabygginguna að hún er að grunnhugmynd rómönsk basilíka sem fengið hefur á sig frumforma snið módernismans“.80 Vera má að þetta sé eingöngu þekkingarfræðilegt dæmi um það hvað getur gerst þegar einn ákveðinn maður framleiðir öll gögn um ákveðið efni, sem eru svo tekin upp og endurtekin í nafni sannleikans.81 Jónas reynir eins og hann getur að skýra þróun Guðjóns sem innri þróun listamanns sem ekki sé innblásin af öðru en íslenskri náttúru og „þjóðaranda“ en hitt blasir þó við að Guðjón hlýðir kalli tímans og gengst módernisma / funksjónalisma á hönd. Yngri arkitektar, svo sem Bárður Ísleifsson, koma heim úr námi, fara að starfa hjá ríkinu og hafa áhrif á meistarann.82 Jónas getur hins vegar ekki leyft að óskasonur þjóðarinnar skilji við föður- túnin í leit að áhrifavöldum. Hugsanlega má útskýra þessa tilhneigingu með kenningunni um vitsmunalegan mishljóm (e. cognitive dissonance) sem félagssálfræðingurinn Festinger setti fram í bók sinni When Prophecy Fails árið 1956.83 Þar útskýrir hann fyrirbæri sem á sér stað þegar heittrúað (tengist ekki endilega trúarbrögðum) fólk fær upplýsingar sem stangast á við trú þess. Ef upplýsingarnar verða ekki til þess að það skipti um skoðun getur farið af stað ferli sem kenna má við vitsmunalega mishljóma. Þá eru upp- lýsingar mistúlkaðar, þær dregnar í efa, eða þeim hreinlega afneitað um leið og leitað er stuðnings hjá skoðanasystkinum og reynt að sannfæra aðra um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.