Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 81
„ S á s e m s k i l u r m a n n l í f i ð , v e r ð u r a l d r e i u p p m e ð s é r .“
TMM 2015 · 1 81
jörð í heiðursgrafreit Bandaríkjanna. Það er ekki skorið utan af lyginni nú til
dags. Þetta var í sannleika sagt leiðindapjakkur, hrokagikkur, fullur mann-
fyrirlitningar, sneyddur öllu hærra viti, svo frumstæður, að hann hélt hann
gæti bjargað sálu sinni með því að biðjast fyrir í trúarklíku, en gekk hins
vegar allra manna röskast fram í að blása glóðum af heitu og köldu stríði og
mannhatri í heiminum, og svo heimskur, að hann trúði, að þetta háttalag
væri Bandaríkjunum fyrir beztu.
Það er alltaf verið að hafa málverkasýningar hér í bænum. Við erum alltaf
að fá boðskort, og Margrét fer alltaf og horfir og kíkir og gónir. Ég er oftast
að reyna að fara með henni og tala við kunningjana. Þetta er skelfing líkt
hvað öðru. Það er allt upp á fleti, ekkert upp á líf. Hér var nýlega amerísk
sýning. Það var ekkert sérstakt við hana. Svo hafði Scheving sýningu. Hún
var upp á líf, störf og hugsun, en myndirnar voru svo risastórar, að þær njóta
sín ekki annars staðar en utan á húsveggjum. Sýningin fékk mikið lof í blöð-
unum. En Margrét sagði: „Mér hefur stundum líkað betur við Scheving.“ Ég
hafði mitt króníska ekkert vit á þessu.
Yfirlitssýning var höfð í vetur á verkum Ásgríms. Margrét fór þangað. Ég
líka. Þar voru mikil og fögur landslög. Margrét fékk klígju og hélt engu niðri
í viku á eftir. En sýningin fékk mikið lof í blöðunum. „Þarna geturðu séð,“
sagði ég við Margréti og rak framan í hana blaðadómana,“ hvort myndirnar
eru ekki góðar.“ Margrét svaraði:“Mig varðar ekkert um, hvað þessi helvítis
fífl segja. Ég hef minn smekk fyrir mig og honum breytir enginn.“
Ásmundur hafði útstillingu á fígúrum sínum úti í garðinum um hvítasunn-
una. Margrét þangað og kom hrifin heim og þá búin að finna upp nýja aðferð
til að skilja list Ásmundar. Málfríður2 fór líka og gekk inn á aðferðina. Mál-
fríður er sannarlegt séní. Stundum situr hún svo djúpt hugsi, að hún heyrir
ekkert né sér, sem fram fer í kringum hana. Svo glennir hún allt í einu
leiftrandi augu upp á mann. Þá kippist ég við og hugsa: Nú hefur hún skilið
allífið. Maður, sem skilur allífið, horfir öðruvísi en sá, sem aðeins skilur
smálífið. Málfríður skilur afstraktplanið og norðurlandamálin og þýzku og
ensku og frönsku og spænsku og ítölsku og nokkuð í latínu og grísku, og hún
skilur pólitík heimsins og skáldskap heimsins og málverk heimsins og högg-
myndir heimsins og músík heimsins og lífið eftir dauðann nokkurnveginn,
en ekki nógu vel.
Það er skelfileg ósköp orðið um opinber músikhöld hér í bænum. Það eru
alltaf einhverjar hljóðasamkomur, konsertar, óperur, óperettur, samsöngvar,
einsöngvar, fílharmónískar hljómsveitir, enda er fólkið farið að hrynja niður
úr kransæðastíflum. Nú er hér eitthvert spilverk frá Armeníu. Fótboltinn
og músíkin eru að leggja undir sig mannlífið. Það var skemmtilegra í gamla
daga. Þá var fótbolti einu sinni í viku, og Gagga Lund hafði hér tvo til þrjá
söngva á ári, og fólk gat gengið eftir miðri götunni og sökkt sér niður í djúpar
hugsanir, og þá dóu menn ekki úr kransæðastíflu.
Það var bara gaman á afmælinu mínu. Ég hélt það yrði leiðinlegt. En það