Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 9
Æ t l i v i ð n á u m n o k k u r n t í m a n n a ð s n e r t a v e r u l e i k a n n ? TMM 2015 · 1 9 Það er skelfilegt að hugsa til þess að fólk deyði börn miskunnarlaust og beri enga virðingu fyrir lífinu – ó, ég býð þér ekkert – viltu kaffi? Kristín: Ætlar þú að fá þér kaffi? Álfrún: Nei, nýbúin að fá mér. Kristín: Nei, takk. Álfrún: Má bjóða þér eitthvað annað? Kristín: Hvað með vatn? Álfrún: Já, ég næ í könnu af vatni. *** Kristín: Þú ólst upp í miðbænum, gekkst í Austurbæjarskólann, í Mennta- skólann í Reykjavík, lærðir í eitt ár við Háskóla Íslands, þá fluttir þú þig um set og hófst nám við Háskólann í Barcelona. Viltu segja mér hvernig Barcelona birtist þér þegar þú komst þangað fyrst? Álfrún: Ég kom þangað í lok ársins 1959, haustmisserið byrjaði í kringum tuttugasta október. Þegar maður kemur fyrst til borgar er maður að læra að rata og koma sér milli staða. Borgin var allt öðruvísi en hún er núna, það er tiltölulega nýbúið að gera borgina upp en þá voru mörg húsin að drabb- ast niður, það var ekki þessi glæsibragur á borginni sem er núna. Hún var hæfilega stór, sambland af stórborg og þorpi sem gerði hana heillandi – yfir henni hvíldi stórborgarbragur en það eimdi enn eftir af minni bæ. Og smám- saman náði hún tökum á mér, ég heillaðist af þessari borg og sögu hennar. Öðrum þræði var ég í skólanum að læra og svo var ég úti um borg og bæ að læra eitthvað allt annað og þá líka um bókmenntir sem ekki voru kenndar í háskólanum. Maður varð náttúrlega líka að stunda skemmtanalífið, svona í hófi, enda höfðu stúdentar ekki mikil peningaráð, svo það var engin hætta á að maður færi fram úr sjálfum sér í þeim efnum. Andrúmsloftið var líka þrúgandi því að ég bjó úti á tímum einræðis Francos. Svo margt var bannað að það var auðveldara að læra það sem mátti. Það var bannað að tala á katalónsku – það er ekki lítið þegar þú mátt ekki tjá þig opinberlega á aðalmiðlinum og tjáningarforminu: tungumálinu. Það var líka bannað að dansa sardanas, katalónskan dans sem hafði verið dansaður við ýmis tækifæri. En fólk fór að dansa þennan dans eftir messu á sunnudögum fyrir framan Dómkirkjuna og í því fólst andóf og ögrun. Það voru tveir bann- listar í gangi varðandi bækur, annars vegar frá ríkisstjórninni og Franco og hins vegar frá kaþólsku kirkjunni. Maður gat ekki talað frjálslega um hluti því maður vissi aldrei hver gæti heyrt og hlustað. Besta svæðið til að tala um hernaðarleyndarmál var í mannþröng úti á götu en ekki innan fjögurra veggja herbergis. Þeir sem tóku þátt í andófi hittust oftast í mannmergð úti- við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.