Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 112
Þ o r s t e i n n A n t o n s s o n 112 TMM 2015 · 1 dóttirin, Oddný, reyndist henni meðfærilegri en sú eldri. Ásta hló að móður sinni þegar hún boðaði henni trú sína og dóttirin lagði til á móti veraldlegri lífsskilning, gleði og hamingjuleit. Móðirin leit á hana sem refsingu fyrir vanrækslusyndir sínar við guð. Dóttirin reyndist á fullorðinsárum sínum sérlega uppivöðslusöm gagnvart hinum trúarlegu lífsgildum móður sinnar, bæði í orði og verki. Þóranna var fædd 1891, hún lést 1984. Í blaði aðventista, Bræðabandinu, 2. tbl. 1985 segir prestur í kveðjuorðum: „Systir Þóranna gerðist meðlimur aðventistasafnaðarins 1921. Má með réttu segja að um söfnuðinn, starf hans og velferð, hafi hugur hennar snúist öllu öðru fremur.“ Þóranna dvaldi á Hrafnistu í Reykjavík frá 1968 uns hún lést. Að öllu saman teknu var Ásta því líkt sem kjörin til að verða ímynd bóhemslifnaðar, lífsnautnastefnu, sem setti sterkan svip á líferni skáldakyn- slóðar fyrstu áratugina eftir seinni heimstyrjöldina og stofnun lýðræðis í landinu. Svo bráðger krakki sem Ásta vissulega var og þegar lengra leið hneigð til uppreisnar gegn viðteknum venjum. Sögur Ástu einkennir með öðru lýsingar á skaðræðismönnum á heimili og í öðrum samskiptum, jafnvel dýra- og barnaníðingum sem jafnframt veit- ast að sambýliskonum sínum lifandi og látnum. Ásta var ekki baráttukona gegn karlveldi í þjóðfélaginu í pólitískum skilningi; í þeim skilningi sem sett hefur svip á bókmenntagagnrýni og skáldsagnaskrif frá því um og upp úr 1990.9 Ámælum hennar, hafi þau einhver verið, var beint gegn kjörum sem engin sjáanleg leið var til að færa á betri veg. Stef þess beygða og bljúga, sem öðrum þræði einkennir sögur hennar, er harmsögulegt innlegg í knappa frásögn. Sakleysi, blint og vanmáttugt, hlýtur að líða, samkvæmt sögunum, ekki bara fyrir fávísi karla eða kvenna – eins og pólitísk ranghugsun lætur títt að liggja – heldur fyrir hreinan og beinan fáráðshátt manna. Ósjálfræði þeirra. Og enginn er undanskilinn, hvort heldur væri fyrir kynferðið eða annað. Í stað kynjamunar tekst Ásta á við þá ráðgátu sem bæði innlendir og erlendir skáldsagnahöfundar, sem kenndu til í stormum sinnar tíðar, létu ekki framhjá sér fara á hennar tíð, heldur reyndu að finna afhjúpandi orð: spurninguna um hvaða ráðum beitt verði gegn bágum tilvistarkjörum mannskepnunnar í guðlausum heimi. Æviglímu lífveru sem er klofin niður í rót fyrir átök andstæðra afla sem vart verði fundin heiti yfir. Skildi ekki það sama hafa hrjáð manninn Markús Ívarsson, alías Sigurð Jónsson, á hrakningi hans um landið? Tilvitnanir í Ævisögu séra Árna prófasts Þórarinssonar eru í útgáfu MM frá árunum 1969–70, síðara bindi, en tilvitnanir í sögu Ástu er í: Ásta Sigurðardóttir: Sögur og ljóð, Forlagið 2009.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.