Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 109
„ D u l a r f u l l u r g e s t u r“
TMM 2015 · 1 109
Einn dag … bráði nokkuð af ráðskonunni. Þegar hún er að sofna um kvöldið, vitum
við ekki fyrri til en Sigurður sendir fullri skál með heitum graut á hurðina fyrir her-
berginu, sem sjúklingurinn svaf í. Samstundis rekur hann upp ægilegt grimmdaróp
og öskrar lengi, stappar í gólfið og lemur í þilið við hurðina … Brá henni svo við,
að ég hugði henni ekki líf. Loks sljákkar í Sigurði, áður en hann gerir alveg út af við
hana … (bls. 12–13)
Árni hefur eftir stúlkubarni morguninn eftir:
Hún Kristín sagði mér í morgun, að hann Sigurður hefði sagt henni: „Ég skal ekki
hætta fyrr en ráðskonan drepst. Hún skal aldrei komast á fætur aftur.“ (Bls. 13)
Séra Árni sagði Sigurði upp vinnumennskunni skömmu síðar af öðru tilefni.
Sigurður hafði verið fjármaður hans og ekki sinnt fortölum heldur gefið
fénu of lítið og beitt því of mikið. Og það þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar
skoðunarmanna um meðferð fjárins, sem farið var að láta á sjá vegna van-
næringar. „Þá ætlaði Sigurður að verða vitlaus,“ segir Árni. En fór þó með
föggur sínar. Eftir það ílentist Sigurður hjá Ástríði uns hann lést. Ekki eru
líkur á öðru en svipuðu framferði af Sigurði – Markúsi – hjá þeim Ástríði og
syni hennar, alnafnanum Sigurði, og við Kristínu ráðskonu, þótt ekki fari af
því sögum.
Fleiri dæmi rekur Árni um skaplyndi Markúsar. Eitt sinn hirti Árni reka
af Litlahraunsfjöru, sem tilheyrði kirkjujörðinni en gáði ekki að því að
geta þurfti um það við Sigurð sem átti rétt á litlum hluta rekans. Árni lýsir
skiptum þeirra eftir að hann var kominn á fjöruna og Sigurður „kemur
ríðandi og ríður mikinn og öskrar grimmdarlega, og sé ég blika á ljá í hendi
hans. Á eftir honum þeysir ekkjan og með henni piltur tólf til þrettán ára“
(bls. 14).
Árni sneri þá undan og reið heim á prestsetrið sem þá var jörðin Stóra-
Hraun og fór geyst. Markús – Sigurður – elti en sundur dró með þeim og
varð þá hlé á. Árni segir:
Líður svo dagur fram til kvölds. Þá kemur Sigurður heim að Stórahrauni með
ljáinn í hendinni og veifar honum kringum sig. Ég var úti staddur, þegar hann bar
að garði. Hann byrjar undireins að skamma mig, heldur á ljánum í vinstri hendi,
strýkur blaðið fram með þeirri hægri og sveiflar honum til mín í hvert skipti, sem
fingurnir strukust um eggina, gengur að mér, en ég bregð mér undan. Þessa dælu
af skömmum og ógnunum lætur hann ganga, þar til hann heldur heim frávita af
ofsa og bræði.
Upp frá þessu heimsótti Sigurður mig dag eftir dag, barði utan bæinn fokreiður og
hafði í frammi heitingar. Stundum kom hann snemma á morgnana, áður en risið var
úr rekkju, og lét þá hinum verstu látum. Og stundum kom hann, þegar ég var ekki
heima. Kona mín var orðin sinnisveik af hræðslu um líf mitt. (Bls. 15)
Þegar hér var komið sögu leitaði presturinn eftir vernd og lét fylgja beiðninni
upprunasögu vinnumanns síns fyrrverandi – eins og hann þekkti hana best
og er rétt í helstu atriðum í ævisögunni, enda var hún þá þegar mörgum