Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 109
„ D u l a r f u l l u r g e s t u r“ TMM 2015 · 1 109 Einn dag … bráði nokkuð af ráðskonunni. Þegar hún er að sofna um kvöldið, vitum við ekki fyrri til en Sigurður sendir fullri skál með heitum graut á hurðina fyrir her- berginu, sem sjúklingurinn svaf í. Samstundis rekur hann upp ægilegt grimmdaróp og öskrar lengi, stappar í gólfið og lemur í þilið við hurðina … Brá henni svo við, að ég hugði henni ekki líf. Loks sljákkar í Sigurði, áður en hann gerir alveg út af við hana … (bls. 12–13) Árni hefur eftir stúlkubarni morguninn eftir: Hún Kristín sagði mér í morgun, að hann Sigurður hefði sagt henni: „Ég skal ekki hætta fyrr en ráðskonan drepst. Hún skal aldrei komast á fætur aftur.“ (Bls. 13) Séra Árni sagði Sigurði upp vinnumennskunni skömmu síðar af öðru tilefni. Sigurður hafði verið fjármaður hans og ekki sinnt fortölum heldur gefið fénu of lítið og beitt því of mikið. Og það þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar skoðunarmanna um meðferð fjárins, sem farið var að láta á sjá vegna van- næringar. „Þá ætlaði Sigurður að verða vitlaus,“ segir Árni. En fór þó með föggur sínar. Eftir það ílentist Sigurður hjá Ástríði uns hann lést. Ekki eru líkur á öðru en svipuðu framferði af Sigurði – Markúsi – hjá þeim Ástríði og syni hennar, alnafnanum Sigurði, og við Kristínu ráðskonu, þótt ekki fari af því sögum. Fleiri dæmi rekur Árni um skaplyndi Markúsar. Eitt sinn hirti Árni reka af Litlahraunsfjöru, sem tilheyrði kirkjujörðinni en gáði ekki að því að geta þurfti um það við Sigurð sem átti rétt á litlum hluta rekans. Árni lýsir skiptum þeirra eftir að hann var kominn á fjöruna og Sigurður „kemur ríðandi og ríður mikinn og öskrar grimmdarlega, og sé ég blika á ljá í hendi hans. Á eftir honum þeysir ekkjan og með henni piltur tólf til þrettán ára“ (bls. 14). Árni sneri þá undan og reið heim á prestsetrið sem þá var jörðin Stóra- Hraun og fór geyst. Markús – Sigurður – elti en sundur dró með þeim og varð þá hlé á. Árni segir: Líður svo dagur fram til kvölds. Þá kemur Sigurður heim að Stórahrauni með ljáinn í hendinni og veifar honum kringum sig. Ég var úti staddur, þegar hann bar að garði. Hann byrjar undireins að skamma mig, heldur á ljánum í vinstri hendi, strýkur blaðið fram með þeirri hægri og sveiflar honum til mín í hvert skipti, sem fingurnir strukust um eggina, gengur að mér, en ég bregð mér undan. Þessa dælu af skömmum og ógnunum lætur hann ganga, þar til hann heldur heim frávita af ofsa og bræði. Upp frá þessu heimsótti Sigurður mig dag eftir dag, barði utan bæinn fokreiður og hafði í frammi heitingar. Stundum kom hann snemma á morgnana, áður en risið var úr rekkju, og lét þá hinum verstu látum. Og stundum kom hann, þegar ég var ekki heima. Kona mín var orðin sinnisveik af hræðslu um líf mitt. (Bls. 15) Þegar hér var komið sögu leitaði presturinn eftir vernd og lét fylgja beiðninni upprunasögu vinnumanns síns fyrrverandi – eins og hann þekkti hana best og er rétt í helstu atriðum í ævisögunni, enda var hún þá þegar mörgum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.