Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 134
D ó m a r u m b æ k u r
134 TMM 2015 · 1
hefur einnig haft veruleg áhrif á þá fjöl-
miðla sem fjölmiðlasamsteypan 365
hefur ráðið yfir. Og hann réði Ríkisút-
varpinu að miklu leyti í áratugi bæði
með útvarpsstjórum, útvarpsráði og
menntamálaráðherrum og hann beitti
því valdi miskunnarlaust. Þá hefur hann
haft verulegt pólitískt vald í mikilvæg-
ustu stofnunum eins og lögreglunni,
öllum bönkunum, Hæstarétti, Lands-
virkjun, Seðlabankanum, Flugmála-
stjórn, flestum sýslumannsembættum
landsins, utanríkisþjónustunni að miklu
leyti með ráðherrum eða sterkum sendi-
herrum, eina síðdegisblaði landsins
mjög lengi, Vísi. Líka helstu menningar-
stofnunum þó frá því séu nokkrar und-
antekningar eins og Kristján Eldjárn í
Þjóðminjasafninu og Vigdís Finnboga-
dóttir í leikhúsinu eru skýr dæmi um.
Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn ráðið
yfir mikilvægustu hagsmunasamtökum
landsins, það er samtökum atvinnurek-
enda, Vinnuveitendasambandi, Lands-
sambandi íslenskra útvegsmanna, Kaup-
mannasamtökunum lengst af, Samtök-
um atvinnulífsins eins og þau heita
núna. Stórfyrirtækin hafa yfirleitt verið
undir forystu flokksmanna í Sjálfstæðis-
flokknum. Þá lagði hann sig fram um að
stýra almennum samtökum eins og
íþróttahreyfingunni; löngum voru leið-
togar hennar þekktir flokksmenn í
Miklaflokki. Eina undantekningin frá
svo að segja algerum völdum flokksins í
landinu voru samvinnuhreyfingin og
bændasamtökin sem Framsóknarmenn
réðu og kölluðu „félagskerfi“ landbún-
aðarins og svo réði flokkurinn litlu í
verkalýðshreyfingunni þangað til
Landssamband íslenskra verslunar-
manna kom inn í ASÍ.
Flokkurinn gerði reyndar sérstaka
valdaatlögu að verkalýðshreyfingunni
sem hann vildi ráða líka. Þar komst
hann til forystu á sjöunda áratugnum og
varð næststærsti flokkurinn á þingum
Alþýðusambandsins, næstur á eftir
Alþýðubandalaginu. Þegar fyrsta vinstri
stjórnin var mynduð 1956 taldi flokkur-
inn mikla vá fyrir dyrum þegar hann í
fyrsta sinn í tólf ára sögu lýðveldisins
var utan ríkisstjórnar. Hann neytti allra
bragða til að bregða fæti fyrir hana.
Flokkurinn – fer vel á þessu, stór stafur
og ákveðinn viðskeyttur greinir – ákvað
þá að efna til erindrekstrar um allt land
til þess að koma undir sig fótunum í
verkalýðsfélögum. Fjórir menn störfuðu
að þessum erindrekstri frá í maí og fram
í september sumarið 1957. Á sama tíma
var Morgunblaðið grimmara í kaup-
kröfum en nokkru sinni fyrr og síðar.
Erindrekar flokksins fóru um allar sýsl-
ur landsins og skrifuðu skýrslur um
ferðir sínar. Árangurinn varð verulegur,
að eigin sögn, „stofnaðar voru verka-
lýðsmálanefndir eða útnefndir sérstakir
fulltrúar þar sem verkalýðsfélög voru
starfandi, og þannig verið lagður grund-
völlur að skipulegri baráttu Sjálfstæðis-
manna í verkalýðsfélögum um land
allt.“1 Það sem skyggði á 1957 voru ann-
ars vegar „kommúnistarnir“ – það er
stuðningsmenn Sósíalistaflokksins/
Alþýðubandalagsins – í verkalýðsfélög-
unum og hins vegar framsóknarmenn-
irnir í kaupfélögunum. Þá var Tíminn
talinn betra blað víða, sögðu þeir, en
Ísafold sem var málgagn Sjálfstæðis-
flokksins úti á landi. Það var erfitt við-
fangs sögðu þeir ennfremur og „á stöku
stað hafði sá áróður Tímans náð að festa
nokkrar rætur, að Morgunblaðið hefði
hvatt til verkfalla.“ Fyrsta svæðið sem
sagt er frá í skýrslunum er Dalasýsla en
þar þekki ég allvel til; þar er Friðjón
Þórðarson langbestur, segir erindrekinn
– kemur mér ekki á óvart. Í Fells-
strandar hreppi sem var einn níu hreppa
Dalasýslu eru nefndir menn á sjö bæjum
sem styðji flokkinn. Og svo framvegis