Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Qupperneq 134

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Qupperneq 134
D ó m a r u m b æ k u r 134 TMM 2015 · 1 hefur einnig haft veruleg áhrif á þá fjöl- miðla sem fjölmiðlasamsteypan 365 hefur ráðið yfir. Og hann réði Ríkisút- varpinu að miklu leyti í áratugi bæði með útvarpsstjórum, útvarpsráði og menntamálaráðherrum og hann beitti því valdi miskunnarlaust. Þá hefur hann haft verulegt pólitískt vald í mikilvæg- ustu stofnunum eins og lögreglunni, öllum bönkunum, Hæstarétti, Lands- virkjun, Seðlabankanum, Flugmála- stjórn, flestum sýslumannsembættum landsins, utanríkisþjónustunni að miklu leyti með ráðherrum eða sterkum sendi- herrum, eina síðdegisblaði landsins mjög lengi, Vísi. Líka helstu menningar- stofnunum þó frá því séu nokkrar und- antekningar eins og Kristján Eldjárn í Þjóðminjasafninu og Vigdís Finnboga- dóttir í leikhúsinu eru skýr dæmi um. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn ráðið yfir mikilvægustu hagsmunasamtökum landsins, það er samtökum atvinnurek- enda, Vinnuveitendasambandi, Lands- sambandi íslenskra útvegsmanna, Kaup- mannasamtökunum lengst af, Samtök- um atvinnulífsins eins og þau heita núna. Stórfyrirtækin hafa yfirleitt verið undir forystu flokksmanna í Sjálfstæðis- flokknum. Þá lagði hann sig fram um að stýra almennum samtökum eins og íþróttahreyfingunni; löngum voru leið- togar hennar þekktir flokksmenn í Miklaflokki. Eina undantekningin frá svo að segja algerum völdum flokksins í landinu voru samvinnuhreyfingin og bændasamtökin sem Framsóknarmenn réðu og kölluðu „félagskerfi“ landbún- aðarins og svo réði flokkurinn litlu í verkalýðshreyfingunni þangað til Landssamband íslenskra verslunar- manna kom inn í ASÍ. Flokkurinn gerði reyndar sérstaka valdaatlögu að verkalýðshreyfingunni sem hann vildi ráða líka. Þar komst hann til forystu á sjöunda áratugnum og varð næststærsti flokkurinn á þingum Alþýðusambandsins, næstur á eftir Alþýðubandalaginu. Þegar fyrsta vinstri stjórnin var mynduð 1956 taldi flokkur- inn mikla vá fyrir dyrum þegar hann í fyrsta sinn í tólf ára sögu lýðveldisins var utan ríkisstjórnar. Hann neytti allra bragða til að bregða fæti fyrir hana. Flokkurinn – fer vel á þessu, stór stafur og ákveðinn viðskeyttur greinir – ákvað þá að efna til erindrekstrar um allt land til þess að koma undir sig fótunum í verkalýðsfélögum. Fjórir menn störfuðu að þessum erindrekstri frá í maí og fram í september sumarið 1957. Á sama tíma var Morgunblaðið grimmara í kaup- kröfum en nokkru sinni fyrr og síðar. Erindrekar flokksins fóru um allar sýsl- ur landsins og skrifuðu skýrslur um ferðir sínar. Árangurinn varð verulegur, að eigin sögn, „stofnaðar voru verka- lýðsmálanefndir eða útnefndir sérstakir fulltrúar þar sem verkalýðsfélög voru starfandi, og þannig verið lagður grund- völlur að skipulegri baráttu Sjálfstæðis- manna í verkalýðsfélögum um land allt.“1 Það sem skyggði á 1957 voru ann- ars vegar „kommúnistarnir“ – það er stuðningsmenn Sósíalistaflokksins/ Alþýðubandalagsins – í verkalýðsfélög- unum og hins vegar framsóknarmenn- irnir í kaupfélögunum. Þá var Tíminn talinn betra blað víða, sögðu þeir, en Ísafold sem var málgagn Sjálfstæðis- flokksins úti á landi. Það var erfitt við- fangs sögðu þeir ennfremur og „á stöku stað hafði sá áróður Tímans náð að festa nokkrar rætur, að Morgunblaðið hefði hvatt til verkfalla.“ Fyrsta svæðið sem sagt er frá í skýrslunum er Dalasýsla en þar þekki ég allvel til; þar er Friðjón Þórðarson langbestur, segir erindrekinn – kemur mér ekki á óvart. Í Fells- strandar hreppi sem var einn níu hreppa Dalasýslu eru nefndir menn á sjö bæjum sem styðji flokkinn. Og svo framvegis
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.