Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 37
M á n a s t e i n n , M u n c h o g e x p r e s S J Ó N i s m i n n
TMM 2015 · 1 37
hægt að greina vampíruminni og gyðjuminni í skoðunum Mána Steins á
konunni, rétt eins og hjá Munch. Bæði Sjón og Munch sýna karl og konu
sem andstæður, meðal annars með markvissri notkun á myrkri og ljósi. Sjón
notar rauðan lit eins og Munch til að leggja áherslu á og ramma inn það sem
skiptir mestu máli. Munch málar sig inn í málverkin og Sjón skrifar sig inn í
textann. Og allar þessar aðferðir eru í eðli sínu expressjónískar.
Þessi grein býður upp á eina leið til að lesa og skynja Mánastein. Hin
myndræna og sjónræna hlið skáldsögunnar getur náð til allra. Lesandinn
þarf ekki að kunna mikið um sögu Íslands og stöðu landsins árið 1918,
og heldur ekki að þekkja allar götur og staði í Reykjavík sem koma fram.
Hann á ekki að láta truflast af furðulegum nöfnum og framandi veruleika.
Lesandi frá öðrum menningarheimi og með annað tungumál að móðurmáli
en íslensku getur hrifist jafnmikið af skáldsögunni og íslenskur lesandi. Það
sjónræna, sem hér hefur verið til umræðu, var í brennidepli í þýðingarferlinu
á Mánasteini. Ég hef þannig lagt höfuðáherslu á að rödd Sjóns geti fundið leið
sína inn í serbnesku. Sjón bregður upp nærmynd eða fjarmynd með notkun á
tíðum og þessi hárfínu umskipti milli nútíðar og þátíðar var líka mikilvægt
að varðveita vel. Slíkt er líka expressjónísk leið til að leggja áherslur, reyndar
með notkun á verkfærum tungumálsins fremur en penslum málarans. Ég hef
einnig reynt að passa upp á að kímnigáfa og kaldhæðni Sjóns skíni í gegnum
hnitmiðaðan stílinn, sem oftar en ekki sækir í tungumál tímans sem sagan
gerist á. Markmiðið var að láta rödd Sjóns snerta lesandann á sama hátt á
serbnesku og hún gerir á íslensku. Það var áríðandi að láta hina skörpu inn-
sýn, en líka hið stóra hjarta Sjóns vera sýnileg í textanum. Sjón hefur sjálfur
líkt sér við Mána Stein,37 sem virðist alltaf vera drengur óháð aldri sínum
(bls.126). Með tilliti til skilgreiningar Munchs á list sem hjartablóði mann-
eskjunnar,38 er óhætt að kalla Sjón drenginn með röntgensjónina sem málaði
með hjartablóði.
Heimildir
Andersen, H. C. 1925. Eventyr, anden samling. Dansk bogsamling – Martins Forlag, København.
American Gem Trade Association. 2014. Moonstone. Sótt 12. apríl 2014 af http://www.addmoreco-
lortoyourlife.com/gemstones/moonstone.asp
Bøe, Alf. 1992. Edvard Munch. Aschehoug, Oslo.
Eggum, Arne. 1986. Edvard Munch. Norræna húsið 1986. Sýningarnefnd: Arne Eggum, Ólafur
Kvaran, Knut Ødegård. Ísafoldarprentsmiðja h.f., Reykjavík.
Emily Gems. 2014. Moonstone. Sótt 12. apríl 2014 af http://crystal-cure.com/moonstone.html
Grøn, Arne. 1994. Begrebet angst hos Søren Kierkegaard. Filosofi – Gyldendal, København.
Hodin, J.P. 1948. Edvard Munch – Nordens genius. Ljus, Stockholm.
Íslensk orðabók. 2007. Ritstjóri Mörður Árnason. Sótt 12. apríl 2014 af http://snara.is
Kunsthistorie. 2013. Edvard Munch. Sótt 27. apríl af http://kunsthistorie.com/fagwiki/Edvard_
Munch
Langaard, Johan H. og Reidar Revold. 1964. Edvard Munch. McGraw-Hill Book Company, New
York-Toronto.
Lubow, Arthur. 2006. Edvard Munch: Beyond The Scream. Smithsonian Magazine, mars. Sótt