Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 81
 „ S á s e m s k i l u r m a n n l í f i ð , v e r ð u r a l d r e i u p p m e ð s é r .“ TMM 2015 · 1 81 jörð í heiðursgrafreit Bandaríkjanna. Það er ekki skorið utan af lyginni nú til dags. Þetta var í sannleika sagt leiðindapjakkur, hrokagikkur, fullur mann- fyrirlitningar, sneyddur öllu hærra viti, svo frumstæður, að hann hélt hann gæti bjargað sálu sinni með því að biðjast fyrir í trúarklíku, en gekk hins vegar allra manna röskast fram í að blása glóðum af heitu og köldu stríði og mannhatri í heiminum, og svo heimskur, að hann trúði, að þetta háttalag væri Bandaríkjunum fyrir beztu. Það er alltaf verið að hafa málverkasýningar hér í bænum. Við erum alltaf að fá boðskort, og Margrét fer alltaf og horfir og kíkir og gónir. Ég er oftast að reyna að fara með henni og tala við kunningjana. Þetta er skelfing líkt hvað öðru. Það er allt upp á fleti, ekkert upp á líf. Hér var nýlega amerísk sýning. Það var ekkert sérstakt við hana. Svo hafði Scheving sýningu. Hún var upp á líf, störf og hugsun, en myndirnar voru svo risastórar, að þær njóta sín ekki annars staðar en utan á húsveggjum. Sýningin fékk mikið lof í blöð- unum. En Margrét sagði: „Mér hefur stundum líkað betur við Scheving.“ Ég hafði mitt króníska ekkert vit á þessu. Yfirlitssýning var höfð í vetur á verkum Ásgríms. Margrét fór þangað. Ég líka. Þar voru mikil og fögur landslög. Margrét fékk klígju og hélt engu niðri í viku á eftir. En sýningin fékk mikið lof í blöðunum. „Þarna geturðu séð,“ sagði ég við Margréti og rak framan í hana blaðadómana,“ hvort myndirnar eru ekki góðar.“ Margrét svaraði:“Mig varðar ekkert um, hvað þessi helvítis fífl segja. Ég hef minn smekk fyrir mig og honum breytir enginn.“ Ásmundur hafði útstillingu á fígúrum sínum úti í garðinum um hvítasunn- una. Margrét þangað og kom hrifin heim og þá búin að finna upp nýja aðferð til að skilja list Ásmundar. Málfríður2 fór líka og gekk inn á aðferðina. Mál- fríður er sannarlegt séní. Stundum situr hún svo djúpt hugsi, að hún heyrir ekkert né sér, sem fram fer í kringum hana. Svo glennir hún allt í einu leiftrandi augu upp á mann. Þá kippist ég við og hugsa: Nú hefur hún skilið allífið. Maður, sem skilur allífið, horfir öðruvísi en sá, sem aðeins skilur smálífið. Málfríður skilur afstraktplanið og norðurlandamálin og þýzku og ensku og frönsku og spænsku og ítölsku og nokkuð í latínu og grísku, og hún skilur pólitík heimsins og skáldskap heimsins og málverk heimsins og högg- myndir heimsins og músík heimsins og lífið eftir dauðann nokkurnveginn, en ekki nógu vel. Það er skelfileg ósköp orðið um opinber músikhöld hér í bænum. Það eru alltaf einhverjar hljóðasamkomur, konsertar, óperur, óperettur, samsöngvar, einsöngvar, fílharmónískar hljómsveitir, enda er fólkið farið að hrynja niður úr kransæðastíflum. Nú er hér eitthvert spilverk frá Armeníu. Fótboltinn og músíkin eru að leggja undir sig mannlífið. Það var skemmtilegra í gamla daga. Þá var fótbolti einu sinni í viku, og Gagga Lund hafði hér tvo til þrjá söngva á ári, og fólk gat gengið eftir miðri götunni og sökkt sér niður í djúpar hugsanir, og þá dóu menn ekki úr kransæðastíflu. Það var bara gaman á afmælinu mínu. Ég hélt það yrði leiðinlegt. En það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.