Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Qupperneq 43

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Qupperneq 43
G e t u r L a n d n á m a l í k a v e r i ð h e i m i l d u m l a n d n á m i ð ? TMM 2015 · 1 43 að skýra Íslendingabók og Landnámurnar án þess að grípa til einhvers konar samfellu í miðlun sagna frá landnámstímanum til ritunartímans. Og ég segi sagna vegna þess að upplýsingar eða fróðleiksmolar um fortíðina varðveitast ekki eins og stakir minnispunktar eða ættartölur á blaði heldur sem hluti af frásögn sem er miðlað við einhverjar aðstæður af tilteknum einstaklingum. Kostir og gallar óvissunnar Gallinn er sá að engar aðferðir duga til að komast nær áreiðanlegri niður- stöðum um heimildagildi Landnámu en þessi almenna staðhæfing leyfir. Það stoðar lítt þótt sagt sé að eitthvað hafi staðið í Styrmisbók –  eða hinni algjörlega ímynduðu *Frum-Landnámu sem stundum slæðist inn í umræðuna. Munnlegar upplýsingar um landnámið voru ekki áreiðanlegri á fyrri hluta þrettándu aldar en á seinni hluta aldarinnar. Og það stoðar lítt þótt bent sé á að ættfræði Landnámu sé sjálfri sér samkvæm – en oft ósam- rímanleg ættfræði Íslendingasagna, eins og vænta má þegar sams konar upp- lýsingar rata á bækur úr ólíkum munnlegum áttum. Engin tæk aðferð leyfir að ályktað sé sem svo að sögur og ættfærslur í Landnámu séu áreiðanlegri heimild um fortíðina en aðrar sögur úr munnlegri geymd. Engar samtímaheimildir geta skorið úr um það hvort einhver Ingólfur var til í raun og veru við upphaf landnáms og hvort hann átti vin og fóstbróður sem kallaður var Hjörleifur – áður en Ingólfur þessi settist að í Reykjavík fyrstur manna, með fjölskyldu sinni. Þó að sögur af þeim fóstbræðrum beri öll merki upprunasagna víðs vegar um hið indóevrópska menningarsvæði eins og Verena Hoefig hefur skrifað um í nýlegri doktorsritgerð sinni frá Berkeley (Finding a Founding Father: Memory, Identity, and the Icelandic landnám) þá segir það lítið um hugsanlegt heimildagildi sagnanna því að þess eru mýmörg dæmi að fólk upplifi og segi frá raunveruleikanum sem það reynir sjálft með þekktu frásagnarformi. Sögur móta veruleikann í hugum okkar og því er ekki sjálfgefið að frásögn af meintri upplifun sem litast af öðrum sögum sé uppspuni. Það er m. ö. o. erfitt, ef ekki ógjörningur, að meta heimildagildi Landnámu þegar komið er út fyrir hinn sannreynanlega og almenna ramma. Kosturinn er hins vegar sá að þessi almenna niðurstaða gerir mönnum jafn erfitt fyrir að fullyrða að eitthvað í Landnámunum sé tilbúningur þeirra sem skrifuðu bækurnar. Undanfarna áratugi hefur hver haft það eftir öðrum, eins og það væru sjálfsögð sannindi eftir að Þórhallur Vilmundarson kom fram með örnefnakenningar sínar á 7. áratug síðustu aldar, að Landnámu- höfundar hafi búið til landnámsmenn og jafnvel sögur um atburði út frá örnefnum einum saman. Fyrir slíkri starfsemi eru engar heimildir. Það er ekkert sem bendir til þeirra ólíklegu aðstæðna að landið hafi allt verið þakið sögulausum örnefnum sem fólk á tólftu og þrettándu öld hafi byrjað að skýra fyrir sér með skálduðum upprunasögum þegar sest var niður við ritun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.