Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 63
„ H ú s i n e r u e i n s o g o p i n b ó k “ TMM 2015 · 1 63 Guðjón lét síðar hafa eftir sér að stundum þegar hann teiknaði hefði hann ákveðna staði á landinu í huga, og oftar en ekki nefndi hann stuðlabergs- klettana við Hofsós í Skagafirði eða tindana í Öxnadal.56 Þegar ákveðið var að reisa styttu af Jóni Sigurðssyni í Reykjavík var Guð- jón fenginn til þess að gera henni fótstall. Teikningar af þessum stalli frá 1930 eru taldar fyrsta áreiðanlega dæmið um hamrastílinn og sýna glögg- lega þá hugsun sem liggur að baki þrátt fyrir smæð verksins. Jónas frá Hriflu skrifaði um stílinn að í honum gætti „mikilla áhrifa frá íslenzkri náttúru, sérstaklega stuðlabergi, hömrum og fjallatindum […] en Guðjón taldi lands- lag á Íslandi svo einstætt, afstöðu bygginga til umhverfis svo sérstæða, að þar færi vel á samræmi og skyldleika“.57 Teikningin af stalli Jóns Sigurðssonar er eins og fyrr segir dagsett árið 1930, sama ár og Kristján X Danakonungur kemur hingað til lands til þess að vera viðstaddur Alþingishátíðina. Talsvert púður fór í að gera þessa hátíð eins veglega og mögulegt var til þess að sýna fram á sérstæði og menningar- lega vigt þjóðarinnar. Eins jókst til muna framleiðsla á táknrænu efni, gerð voru sýslumerki, settar upp myndlistarsýningar og jafnvel tekið til í bænum af tilefninu.58 Það má ætla að hamrastíllinn hafi verið bein afleiðing af þess- ari tilhneigingu til framleiðslu þjóðlegra tákna. Það var auðsýnilega brýnt að Ísland gæti sýnt sérstöðu sína án þess að þurfa að færa hana í orð og hvað gat verið betur til þess fallið að ýkja muninn milli landanna en fjöllin? Hér var nóg af tindum og hömrum en í Danmörku fannst varla hóll. Hamrastíll Guðjóns birtist víða á þessu skeiði og í stærra sniði, til dæmis í Reykholtsskóla sama ár. Aðrar byggingar sem bera þessi einkenni eru Þjóðleikhúsið, Flensborgarskóli sem var reistur á klettahömrum til að draga áhrifin enn frekar fram, Matthíasarkirkja á Akureyri, Aðalbygging Háskóla Íslands, Laugarneskirkja og Hallgrímskirkja. Jónas lýsir ferlinu þannig að Guðjón hafi snemma orðið fyrir varanlegum áhrifum af stuðlabergshömr- unum við höfnina á Hofsósi í Skagafirði. Húsameistari hafði allt frá æskuárum hug á að tengja list sína við náttúru landsins, eins og kom fram í skoðanamun milli hans og prófessors Nyrops. En eftir því sem hann hugsaði lengur um stuðlabergsmyndanir í íslenzkum fjöllum, varð honum meir í mun að flytja nokkuð af fegurð þessara klettaborga inn í húsagerðarlist Íslendinga.59 Þegar hugað er að hamrastíl Guðjóns er vert að gefa því gaum hvenær hann sprettur fram. Á sama tíma og Guðjón stígur fram með hinn þjóð- lega, íslenska byggingarstíl í upphafi 4. áratugarins er nefnilega ný kynslóð arkitekta að koma til landsins með nýjar hugmyndir í farteskinu. Funkis nemur land.60 Pétur H. Ármannsson hefur sagt frá því að upp úr 1930 komi hingað til lands hópur ungra arkitekta sem hafi tileinkað sér stefnu funksjónalisma og við það missir Guðjón hreinlega forystuhlutverk sitt í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.