Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 6
G u ð r ú n N o r d a l 6 TMM 2016 · 1 getum spurt hvaða erindi þetta gamla efni, margvelkt handrit, aldagamlar sögur og kvæði, eigi við okkur í dag. Eigum við ekki nóg með okkar eigin nútímamenningu? Hvernig færum við allt þetta efni upp á veisluborðið – sem virðist svo ofhlaðið nýmeti árið 2016? Hvernig endurmetum við hug- myndir okkar um fortíðina, lærum af henni og bryddum upp á samtali við þá sem fóru á undan okkur og gerum hugsanir þeirra að lifandi þætti í sam- tímanum? Geta gamlar bókmenntir komið að gagni í umræðu dagsins í dag um framtíð Evrópu, þessarar gömlu álfu þjóðflutninga og fjölmenningar? Hvernig túlkum við eldgamlar sögur af sigrum og sáttum, hefnd og sæmd, ofbeldi og misrétti, en líka réttlæti og friði, sem voru notaðar í þjóðernislegri orðræðu á nítjándu og tuttugustu öld? Hvernig færum við þessar margradda og flóknu minningar formæðra okkar og forfeðra inn í nútímann án þess að falla í þá freistni að fegra þær og skrumskæla? Þurfum við ekki að rekja þá mörgu söguþræði sem ganga í gegnum Íslandssöguna fremur en að segja eina samræmda sögu allra þeirra sem búið hafa í landinu? 2 Það er ekki klisja eða mýta að Íslendingar séu bókmenntaþjóð. Landsmenn hafa verið sískrifandi og sílesandi allt frá því að ritun hófst í landinu. Þær bókmenntir sem ritaðar voru allt frá tólftu öld og til okkar tíma, og sá aragrúi kvæða og vísna sem varðveist hefur allt frá landnámi, er ótrúlega mikill að vöxtum. Íslendingar skrifuðu og ortu ekki aðeins fyrir sig sjálfa heldur fyrir miklu stærra svæði í norðrinu. Á fyrstu öldum Íslandsbyggðar skildi fólkið sem bjó kringum víðfeðmt Atlantshafið hvert annað og þétt- riðið net siglingaleiða tengdi ólík landsvæði, allt frá Grænlandi til Svíþjóðar, og jafnvel austur til Kænugarðs, frá Íslandi til Bretlandseyja og Normandí. Þessi fámenna þjóð varðveitti og skrifaði svo mikinn fjölda handrita og skjala að undrun sætir. Um 1200 er talið að um 50 þúsund manns hafi búið á Íslandi, en á sama tíma voru Norðmenn um 300.000. Hlutfallið er einn á móti sex. Áföll, sóttir og náttúruhamfarir héldu mannfjölda niðri hér og nú eru Íslendingar 330.000 en Norðmenn 5 milljónir. Hlutfallið er um einn á móti fimmtán. Ísland var því hlutfallslega fjölmennara land á miðöldum miðað við nágrannalöndin en nú er og því ekki eins óskiljanlegt að þjóðin gæti á þeirra tíma mælikvarða byggt upp þær öflugu grunnstoðir ritmenn- ingar sem hún naut um aldir góðs af. Stundum hefur verið minnt á það að svipaður fjöldi bjó á Íslandi á þrettándu öld og í Flórens endurreisnarinnar. Bókmenntirnar urðu útflutningsvara strax frá upphafi ritunar; annars hefði framleiðslan vart gengið upp því að handritagerðin var dýr og krafðist mannafla. Hinar skapandi greinar urðu snar þáttur í sjálfsmynd þjóðarinnar og verðmætasköpun, svo að notaðar séu nútímalegar skilgreiningar yfir gamla iðju. Skapandi greinar á Íslandi standa nefnilega á gömlum merg og var á miðöldum lagður á þær alþjóðlegur mælivarði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.