Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 7
Ve i s l a í fa r a n g r i n u m TMM 2016 · 1 7 Menningarafrek verða ekki til í tómarúmi. Sköpunarkrafturinn var ekki nógur einn og sér. Það þurfti öflugar menntastofnanir sem hlúðu að honum, myndarlega fjárfestingu í rannsóknum, markvisst starf og útgáfu verka, og miðlun þeirra. Rétt eins og nú á tímum.2 Áheyrendur og fjárfestar voru aug- ljóslega áhugasamir og ástríðufullir, rannsóknir og listamannalaun kostuð af kirkju og höfðingjum heima og erlendis. Á kaþólskum miðöldum voru starfrækt átta klaustur hérlendis: á Þingeyrum, í Þykkvabæ, á Munkaþverá, á Helgafelli, í Viðey, á Reynistað, í Kirkjubæ og á Möðruvöllum, og eitt bættist við á Skriðuklaustri árið 1493 en starfaði aðeins í hálfa öld. Biskupsstólarnir voru tveir og auk þess voru skólar eða lærdómssetur á höfðingjabýlum, eins og í Odda, í Hítardal, í Reykholti, á Skarði, á Völlum í Svarfaðardal og víðar. Á Norðurlöndum höfðu kóngar og jarlar íslensk skáld í vinnu við að lofa sig og láta orðstír sinn standa og fengu íslenska sagnaritara til að skrifa sögur um sig og sitt slekti – þar til skildi með tungunum, norsku og íslensku, á fjórtándu öld. Það er mikilvægt að minna á að íslensk miðaldamenning er ekki íslensk í þeim skilningi sem við leggjum í orðið í dag. Hún tilheyrir sítengdum heimi norðursins og er þannig alþjóðleg og eitt brotið í mósaíkmynd heimsmenn- ingarinnar. Íslendingar ortu ekki aðeins og frumsömdu söguleg verk um fortíð sína og annarra þjóða og um eigin samtíma, heldur voru þeir afkasta- miklir þýðendur klassískra sagnarita og nýrra bókmenntaverka sem urðu fyrir vikið að aflvaka í íslenskum bókmenntum. Þýðingar urðu til í samspili milli landa, þannig hófust þýðingar franskra riddarasagna við hirð Hákonar konungs um 1225, en langflest handrit þeirra eru samt varðveitt á Íslandi. Allt frá tólftu öld voru Íslendingar afkastamiklir þýðendur. Þýðingarnar urðu íslenskar bókmenntir og læddu sér svo fimlega inn í frumsamin verk að ekki er mögulegt að greina saumförin eða hvar hinn frumsamdi texti tekur við af hinum þýdda. Þýðing á einni vinsælustu kennslubókinni í bókmenntatúlkun laumar sér jafnvel inn í kvæði eins og Lilju, sem er ort með glæsibrag á ljósri íslensku um miðja fjórtándu öld.3 Enn í dag skynjum við sterkt hvílíku frjómagni er sáð við þýðingu hverrar bókar á íslensku. Við myndum lítið vita um alla þessa bókmenntastarfsemi ef sögurnar og kvæðin hefðu ekki verið rituð á skinn og síðar á pappír, jafnvel aftur og aftur, og ef lesendur hefðu ekki geymt bækurnar eins og sjáaldur auga síns öld fram af öld. Sumar þjóðir skilja eftir sig ótrúlegan menningararf í áþreifanlegum minjum en engar ritaðar heimildir. Því er alveg öfugt farið hjá okkur. Hér eru ekki sýnilegar menjar af kastölum eða minnismerkjum frá miðöldum, heldur er nær eingöngu um að ræða ritað mál og stöku gripi. Hér vantar okkur hið áþreifanlega samhengi, nema kannski þegar við lítum laug Snorra, þó að fornleifafræðingar séu smátt og smátt að grafa merkar vísbendingar upp úr moldinni. Konungsbók eddukvæða eða Alþýðubókin, eins og Arnaldur Indriðason kallaði hana svo skemmtilega, er okkar Akrópólis.4 Það er furðulegt að sú litla bók hafi varðveist svo vel í fjögur hundruð ár – þar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.