Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 13
Ve i s l a í fa r a n g r i n u m TMM 2016 · 1 13 sýna á hinn bóginn þrá fólks eftir friðsamlegum samskiptum sem minna hefur farið fyrir í sögubókum.13 Á harðindatímum á síðari hluta nítjándu aldar tók fimmtungur þjóðarinnar sig upp, flúði sára fátækt og hörku norð- ursins og freistaði gæfunnar í Vesturheimi. Við eigum öll ættmenni í þeim hópi. Jóhannes langafi minn tók sig upp ásamt systkinum sínum og flutti til Kanada, þar sem þau tóku upp ættarnafnið Nordal til aðgreiningar frá öðrum Guðmundarbörnum. Þessi saga harðræðis og flutninga í leit að betra lífi stendur okkur því nærri, kennir auðmýkt og eflir skilning á aðstæðum flóttafólks og hve menning hvers og eins er þeim dýrmæt eins og íslensk tunga og menning var þeim Íslendingum sem fluttu vestur um haf. Sagan hvetur okkur því til að taka vel á móti öllum þeim sem vilja setjast hér að, ítrekar mikilvægi þess að þeim sé tryggð vönduð kennsla í íslensku máli, þeim helst að kostnaðarlausu, og sjálfsögð fræðsla um margslungna sögu byggðar í landinu. Þannig verða þau virkir og fullgildir þátttakendur í samfélaginu, um leið og við virðum menningu og tungu þeirra sjálfra. Íslenskan er undurlítil í samfélagi tungumálanna og því hræðast margir þær tækni- og samfélagsbreytingar sem við nú lifum. Örar tæknibreytingar krefjast snöggra viðbragða og fjárfestinga í máltækni, en ef okkur auðnast að bregðast hratt við held ég að íslenskan hafi aldrei haft eins mikla möguleika til að lifa sterku og góðu lífi og einmitt á þessari öld. En tungumálið öðlast ekki framhaldslíf af sjálfu sér. Íslenskan er ekki náttúruafl heldur mannanna verk en tungumáli má samt líkja við lífheild þar sem orðin lifa hvert með öðru og hvert af öðru. Hætti nýsköpun í málinu trénar það upp og deyr. Það er undir okkur komið að íslenskan nái að blómstra á nýrri öld tölvu og tækni og þetta þróttmikla tungumál hefur alla burði til þess. Tækninni fleygir fram í hverjum einasta mánuði og fámenn þjóð má hafa sig alla við í því að halda litlu tungumáli lifandi og virku. Máltæknin leyfir okkur að byggja henni nýtt samgöngukerfi sem mun liggja inn á hvert nettengt heimili, inn í hvern einasta skóla, inn í hvert kauptún – aðgangurinn er öllum opinn, óháð búsetu – og eflir þannig lýðræðislega þátttöku hvers og eins. Hún mun einnig hjálpa þeim sem flytja hingað til lands að tileinka sér íslensku miklu hraðar en nú er og gera þeim kleift að auðga íslenskt samfélag. Við stöndum á spennandi tímamótum. Við þurfum að taka ákvörðun um þessa óhlutbundnu flutninga milli tveggja ólíkra heima. Í þeim felst óum- flýjanlegt uppgjör við gamlan tíma eins og þegar við sjálf flytjum búferlum og endurskipuleggjum líf okkar. Þá förum við í gegnum plöggin okkar til að fylla ekki geymslur af gagnslausu dóti um leið og við íhugum hvað gæti nýst næstu kynslóð eða einhverjum öðrum. Við viljum ekki burðast með þungt og gagnslaust hlass úr fortíðinni. Nú þurfum við að gera það sama við það skrifaða efni sem hleðst upp á undrahraða í íslenskum söfnum, ekki aðeins miðaldahandrit og pappírshandrit síðmiðalda, heldur einnig gögn okkar eigin tíma, handrit, skjöl og bækur. Við þurfum að fara yfir farangurinn okkar úr fortíðinni og skoða hvernig við varðveitum, rannsökum og miðlum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.