Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 18
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 18 TMM 2016 · 1 hornið á Skothúsvegi og Tjarnargötu, í rauðu húsi með brunni í kjallaranum. Ég man vel eftir kjallaranum og brunninum – það var ævintýralegur staður. Síðan byggði pabbi hús handa okkur í Breiðholtinu en pabbi starfaði sem verkfræðingur. Við vorum með þeim fyrstu sem fluttu í Neðra Breiðholtið, árið 1969, umhverfið minnti á sveit og þarna var yndislegt að búa. Við lékum okkur í óspilltri náttúru við Elliðaárnar og í nýbyggingum sem voru að rísa í kring – allt mjög spennandi og hættulegt. Hvarvetna fylgdi manni lykt af steinsteypu og ég fékk sterka tilfinningu fyrir náttúrunni. Þar bjó ég þangað til ég varð tvítug og lauk menntaskóla. Viltu segja mér eitthvað nánar frá bernskustöðvunum? Ég man betur eftir kjallaranum í rauða húsinu við Tjarnargötu en íbúð- inni, moldargólfinu niðri og brunninum með hlemmi yfir. Mamma var með suðuþvottavél og lyktinni þegar þvottur er soðinn gleymi ég seint. Ég mátti ekki fara langt frá húsinu, ekki lengra en að ráðherrabústaðnum og ímyndaði mér að þar bakvið biðu mín birnir og ljón, sennilega afþví að mér var uppálagt að fara ekki lengra en heim að þessu húsi þegar ég var úti. Meira! Í Breiðholti fann ég fyrir miklu frelsi að búa svo nálægt ósnortinni nátt- úru. Í lyngmóum þar sem við tíndum bláber er nú Seljahverfið og þar sem nú eru Sambíóin og Byko gáfum við líka hestunum. Á Kópavogshæðinni stóðu fiskitrönur. Í dalnum var skjólsælt og sólríkt. Við fórum í æsispennandi leiki í hálfbyggðum húsum sem hinir fullorðnu vöruðu mann við – maður gæti dottið niður stillansa, stigið á naglaspýtu – svo hljóp krakkaskarinn æpandi í burtu þegar húsbyggjandinn kom brunandi. Hverfið var fullt af fólki og krökkum, umhverfið hrátt, ópússaðar steinsteypubyggingar sem járnvírar stóðu út úr, Breiðholtskólinn var þrísetinn, að minnsta kosti tvísetinn, og maður hljóp allt! Í minningunni hleyp ég upp í Seljahverfið og Krummahólana eins og fjöður. Ég á góðar minningar þaðan. Þegar ég lauk skólaskyldu ákvað ég að fara ekki í Fjölbraut í Breiðholti en kaus bekkjar- kerfið og fór í Menntaskólann í Reykjavík. Ég var svo heppin að nokkrar vinkonur mínar fóru líka. Við vorum kallaðar stelpurnar úr Breiðholtinu. Manstu hver var fyrsta minning þín? Nei, ég á ekki eina minningu sem mér finnst vera mín fyrsta en ég á minn- ingu sem ég – ákvað – að yrði minning, þá hef ég verið um sex ára, stóð fyrir utan húsið mitt, einblíndi á græna girðingu og hugsaði: Þetta ætla ég alltaf að muna. Svona gera krakkar: Ég ætla alltaf að muna þetta. Hvernig barn varstu? Óþekk, stillt? Það var oft sagt að ég væri róleg og mér fannst það frekar leiðinlegt. Mér fannst gaman að teikna, lesa og dunda mér, við systurnar vorum hvattar til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.