Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 32
32 TMM 2016 · 1 Jón Ólafsson Spilling í stjórnmálum Í pistli sínum sem birtist á vef Stundarinnar 25. júní síðastliðinn og fjallar um spillingu (þó að þetta orð sé raunar ekki notað í pistlinum) fer Kristján Hreinsson (Skáldið skrifar) vel völdum orðum um íslenska stjórnmálamenn. Hann segir: [V]ið virðumst alltaf velja versta fólkið til að stýra landinu. Þessi álög eru hreinlega með ólíkindum. Það virðist loða við þessa þjóð að henni sé og verði um aldur og ævi stýrt af þöngulhausum og þrasgjörnum lyddum; mannleysum sem aldrei munu hæfar til annars en að vernda eigið skinn. En þessu fólki skal það sagt til hróss, að það hefur einstaka hæfileika til að gæta þess fjár sem ættir þess hafa sankað að sér með klókindum, auk þess sem þetta fólk lifir og hrærist í þeirri guðs blessun að vera fastheldið á eigur annars fólks og einstaklega gjafmilt á annarra manna fé.1 Hér birtist kunnugleg ádeila á stjórnmálamenn: Þeir eru gerspilltir: það eru dreggjar mannlífsins sem við finnum í stjórnmálum – góða fólkið, þeir sem geta og kunna – eru annarsstaðar. Ástæðuna megi líklega rekja til þess að í stjórnmálum séu þeir sem sjálfir sækist eftir því að vera þar – sækist eftir völdum – frekar en að almenningur leiti til þeirra sem líklegri væru til að stjórna vel og í samræmi við hag samfélagsins, ekki maka krókinn, eða láta freistingar valdsins spilla sér. Í ádeilu skáldsins birtist andúð á pólitík yfirleitt. Kristján bætir við: „Pólitík er samsæri gegn siðmenningu. Þjófar, lygarar og aðrir misindis- menn hafa þar völd.“ Hann boðar skýrar og einfaldar lausnir: Við getum látið visku færa okkur farsæld og við getum treyst okkur sjálfum til að gera samfélagið betra en það er. Og þá er fyrsta regla okkar fólgin í því að hætta að leyfa misvitru stórmenni að etja okkur saman einsog hýenum sem berjast um bráð. Við eigum nefnilega þann kost að semja; gera með okkur samning sem tryggir öllum betra líf. En í stað þess að setja alltaf upp leiksýningu illdeilna, t.d. með því að láta stjórnvöld stýra óánægjunni og halda hverjum einstaklingi í greipum gremju og ótta, getum við neitað að trúa því að klisjur hins pólitíska kjaftæðis séu einhvers virði.2 Semsagt: Lykillinn að hamingjunni er samfélag án pólitíkur; lánist okkur að forðast hana getum við ráðið ráðum okkar á heilbrigðan og heilsteyptan hátt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.