Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 41
S t j ö r n u f r æ ð i TMM 2016 · 1 41 umfram tilefni. Þetta var það sem ég vildi sagt hafa við Gunnar Smára en skorti til þess empiríska vissu. Eftir að hafa flett upp 1161 bókadómi og slegið inn tölustafi í samræmi við stjörnufjölda, frá einum upp í fimm,2 er tilgátan staðfest; því fyrirferðarmeiri sem stjörnugjafir hafa orðið í umfjöllun um bækur, því ómarktækari eru þær sem vísir að bókagæðum. Star Wars getur líka þýtt stjörnustríð.  Upphafsmenn þessara fimmhyrndu gæðastimpla eru vertar í hótelrekstri. Í hótelgeiranum eru stjörnur ígildi tékklista. Hver stjarna afmarkar mögulega innviði og þjónustu, án þess að segja til um gæði, svo sem hvort hótel- sundlaugin er þrifin eða starfsmenn allsgáðir. En ferðamaður í leit að gistingu gengur að vísindalegri mælingu sem hægt er að afsanna, að minnsta kosti þegar kemur að húsakosti (lyfta ✓ míní-bar ✓ o.s.frv.). Í bókmenntum er þessi sami einkunnaskali algjör andstæða vísindalegrar mælingar. Þegar gagnrýnendur á Morgunblaðinu fengu fyrirmæli um stjörnugjafir árið 2008 fylgdi engin skilgreining á mælistikunni eða hvað blaðið teldi æskilegt meðaltal.3 Einsog kennarar þekkja, er yfirleitt auðvelt að bera kennsl á það besta og versta. Mestu vafamálin eru í hlíðum kúrfutoppsins, hvort verk er fyrir neðan meðallag eða í meðallagi. Skólaverkefni fjalla þó um afmarkað efni sem gerir öll viðmið sanngjarnari. Hjá bókagagnrýnendum er allt í einum potti. Dæmi um þriggja stjörnu bókmenntaverk eru Wuthering Heights eftir Emily Brontë,4 Óreiða á striga eftir Kristínu Marju Baldurs- dóttur5 og Suarez – sjálfsævisaga eftir Luis Suarez6 knattspyrnu mann. Og dæmi um fjórar stjörnur: Manndómsár eftir Leo Tolstoy,7 Skipulag alheimsins eftir Stephen Hawkings8 og Eitt skot eftir Lee Child.9 Til þess að skilja dómana skortir lesanda allar forsendur. Verk Brontë og Tolstoy hafa lifað bókmenntasöguna í 150 ár. Er verið að bera þau saman við heimsbók- menntir, fagurbókmenntir samtímans eða hreinlega bækur almennt? Tölulegar aðferðir eru gagnlegur vísir að mælanlegum hlutum. Sem innihaldslýsing á bókum eru þær með öllu ófullnægjandi. Rithöfundar eru, með orðaforða stofnanamáls, framleiðendur á upplifun (að undanskyldum höfundi símaskrárinnar). Og upplifun viðtakandans – lesandans – ræðst af reynsluheimi. Frásögn getur framkallað nýja sýn á viðfangsefni eða orðað hugmyndir á slíkan hátt að hughrif brjótast fram. Frumleiki er kostur en um leið oft vanþróaðasti hluti verksins. Bók er konfektkassi þessara hug- hrifatilrauna. Við eigum okkar uppáhalds mola en erum sjaldnast innt eftir einu lýsingarorði eða einum tölustaf til að lýsa öllum konfektkassanum. Slíkur dómur myndi í raun ekki segja neitt. Það bendir enda margt til þess að gagnrýnendur hafi strax fyrsta árið fórnað höndum. Af þeim 65 bókum sem voru til umfjöllunar hjá Pressunni fyrir jólin 1992 fengu 19 fullt hús.10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.