Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 42
E g i l l B j a r n a s o n 42 TMM 2016 · 1 Blaðið birti hinsvegar lykil að stjörnustikunni, þann eina sem birst hefur í íslenskum fjölmiðli eftir því sem næst verður komist: Hauskúpa: Afleitt verk. Ber að forðast. Ein stjarna: Verk fyrir neðan meðallag. Líklega ráðlegt að eyða ekki tíma sínum í það. Tvær stjörnur: Meðallagi gott verk. Þrjár stjörnur: Prýðilega gott verk og vel þess virði að komast yfir það. Fjórar stjörnur: Frábærlega gott verk sem enginn ætti að missa af. Kannski meistaraverk en tíminn verður þó að skera úr um það.11 Raðbreyturnar eru semsagt í upphafi aðeins 5. Með öðrum orðum var ekki hægt að fá hálfar stjörnur líkt og nú. Helmingaskiptin gera stjörnustikuna að 10 punkta skala; meðaltal verður helmingurinn af 5, táknað með 2,5 stjörnum. Þannig (samkvæmt skilgreiningu) þýða 3 stjörnur „gott“, 3,5 stjörnur „mjög gott“, 4 stjörnur „mjög mjög gott“, 4,5 stjörnur „mjög mjög mjög gott“, 5 stjörnur „mjög mjög mjög mjög gott“. Hver er munurinn? Allur og enginn. Gagnrýnendur eru enda gjarnan ósamstíga þegar kemur að því að meta vægi stjarna. Árni Matthíasson er nískasti stjörnugjafi landsins og gefur að meðtali þrjár stjörnur. Samstarfsmaður hans á Morgunblaðinu, Einar Falur Ingólfsson, er mun stjörnuglaðari og gefur að meðaltali fjórar, samkvæmt samantekt. Án þess að leggjast beinlínis í heimildavinnu eru lesendur grunlausir um þetta ólíka verðmat.  Á meðfylgjandi línuritum má sjá hvernig stjörnugjafir hafa þróast á Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og DV undanfarin tíu ár. Blöðin eru æ meira ósamstíga og gjafmildari. Eða fara bækur einfaldlega batnandi? Launasjóður rithöfunda er digrari en áður, með 555 mánaðarlaun til úthlutunar, samanborið við 456 mánaðar- laun árið 2005. Átján prósent útgjaldaaukning hefur væntanlega einhver áhrif á listsköpun í landinu en varla á þeim mælikvarða sem hér er til umræðu. Nýliðar í bókaútgáfu ættu að vera líklegastir til að njóta góðs af auknum útgjöldum. En að sama skapi eru yngri höfundar líklegri til að fá hauskúpu eða álíka viðtökur fyrir verk sín. Sennilegri skýring er annars konar nýliðun. Nýliðun meðal gagnrýnenda. Árið 2009 skáru Mogginn og Fréttablaðið menningardeildir niður í eitt pósthólf og gerðu listgagnrýni að hjáverkum ritstjórnarskútunnar. Á dögum Lesbókar Morgunblaðsins voru hátt í 60 bókagagnrýnendur á launaskrá en það breyttist með einu pennastriki.12 Skortur á innleggi bókmenntafræðinga eða annarra menntamanna þarf ekki að vera galli í sjálfu sér. Góður gagn- rýnandi er polymath, fjölfræðingur með öruggt tak á penna, fær um að setja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.