Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 43
S t j ö r n u f r æ ð i TMM 2016 · 1 43 tiltekið verk í stærra samhengi. Lélegur gagnrýnandi fylgir þeirri formúlu að endursegja söguþráð og tilkynna síðan hvort bókin hélt athygli hans eða ekki (það er altso inntakið þó að niðurstöðurnar séu yfirleitt orðaðar öðruvísi). Ef bækur fá að meðaltali 3.6 stjörnur – ríflega stjörnu ofar hinu raunverulega meðaltali – er ljóst að hjarðhegðun og fúsk einkenna vinnubrögðin. Fyrir Guðberg Bergsson eru þetta engin tíðindi. Árið 1982 skrifaði hann í Tímarit Máls og menningar: „Gætið að hvernig dagblöðin eru uppfull af mið- stéttarlegu spjalli, skrifuð fyrir fólk sem virðist í eilífu kaffihléi, þar sem vaðallinn freyðir.“13 Samantekt mín náði ekki til ljósvaka- og netmiðla. Þar er gæðaeftir- litið líklega minna, allavega ef marka má yfirlýsingar á auglýsingum um bækur. Kannski ekki furða. Fimm stjörnur eru ekki síður auglýsing fyrir gagnrýnandann sjálfan þegar þeim er skellt fram í leturstærð tvöhundruð. Í blaðaauglýsingum fyrir síðustu jól voru dæmi um að stjörnur væru fyrir- ferðarmeiri en titill bókar.14 Kostulegast var að sjá bækur skreyttar með stjörnum um fyrri verk höfundar, líkt og þær væru andi sem fylgdi rithöf- undi milli verka.15 Bókaauglýsingar í aðdraganda jóla bera þess skýr merki hvernig stjörnugjafir hafa þróast frá aukaatriði í aðalatriði.  Til eru stórstirni sem skyggja á stjörnur. Þegar starfsmenn Bókamarkaðsins í Perlunni opnuðu dyrnar einn fimmtudag árið 2012 biðu tveir viðskiptavinir á húninum. Án þess að bjóða góðan daginn sögðu þeir: Hvar er hann, þessi Stubbur?! Og Palli?! Stubbur og Palli var einn í heiminum hafa verið fáanlegar á íslensku í 75 ár en aldrei tekið annan eins sölukipp. Yfirleitt seljast um 50–70 eintök á Bókamarkaðnum. Þessa viku fóru hátt í fjögur hundruð eintök af hvorri bók.16 Skýringin: Sjónvarpsþátturinn Kiljan og Kolbrún Bergþórsdóttir. Ef stjörnur réðu öllu um bóksölu á Íslandi væru Gyrðir Elíasson og Jón Kalman Stefánsson söluhæstu höfundar landsins. Bækur þeirra fá að meðal- tali 4.75 stjörnur, samkvæmt samantekt. Á meðan fá metsöluhöfundarnir Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir mjög misjafna dóma. Bækur Arnaldar fá að meðaltali 3.65 stjörnur, örlítið hærra en bækur Yrsu, með 3.25 stjörnur (með fyrirvara um að einungis tuttugu stjörnugjafir liggja til grundvallar þessum meðaltölum). Í raun má segja að ónæmastir fyrir ein- stakri gagnrýni séu höfundar sem eru frægir á ákveðnu sviði, hvort sem það er fyrir ævisagnaritun, glæpasögur, barnabækur, teiknimyndasögur eða líf- stíls rit. Hugleikur Dagsson fær til dæmis að meðaltali litlar 2,8 stjörnur fyrir bækur sínar en getur tæpast kvartað yfir slæmum viðtökum á þeim. Eðli málsins samkvæmt vegur gagnrýni þyngst hjá yngri höfundum sem þurfa mest á umfjöllun að halda. Eftir að Pressan, Helgarpósturinn og þorir- þegar-aðrir-þegja DV lögðust til hinstu hvílu, hefur ekkert dagblað lagt í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.