Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 52
52 TMM 2016 · 1 Gunnþórunn Guðmundsdóttir „Allt sem þú gerir breytist í reynslu“ Ferðalag um sjálfsævisöguleg skrif Jóns Gnarr ‚Reynslusaga‘ er nokkuð gott íslenskt orð sem er full ástæða til að dusta rykið af og jafnvel hrista svolítið upp í. Vissulega hefur það ekki mjög bókmennta- legan blæ yfir sér, jafnvel mætti segja að það væri notað sem skammaryrði í daglegu tali: „Æ, þetta er svona reynslusaga,“ eða „hún er alltaf að segja einhverjar reynslusögur af sjálfri sér“. Reynslan sem um ræðir er nær undantekningarlaust einhvers konar hörmungar eins og einföld netleit sýnir fram á, en fyrstu 20 færslurnar þar sem orðið kemur fyrir eru allar tengdar alkóhólisma, eiturlyfjum, geðsjúkdómum, misnotkun eða krabbameini. Reynslusögur af þessu tagi eru svo uppistaðan í þeirri bókmenntategund sem hefur verið nokkuð áberandi á metsölulistum síðustu tvo áratugi eða svo og kölluð hefur verið á ensku ‚misery memoirs‘. Þetta eru harmsögur, hörmungasögur eða játningabókmenntir sem gjarnan fjalla um hvernig sögumaður hefur sigrast á hrikalegri reynslu. Fjölmörg dæmi eru um slíka texta en einn dæmigerður er harmsaga Dave Pelzers A Child called „It“: One Child‘s Courage to Survive (1995; Hann var kallaður „þetta“: barátta drengs fyrir lífi sínu, 2001), sem segir frá skelfilegri misnotkun í barnæsku. Slíkar bækur njóta ekki endilega mikillar virðingar, þær eru nokkuð neðarlega í virðingarstiga bókmenntanna, höfundarnir jafnvel sakaðir um ýkjur og tilbúning, verkin kennd við tilfinningaklám og staða þeirra á sölulistum talin staðfesta þá hugmynd að höfundurinn hafi í ákveðnum skilningi selt sig og fortíð sína. Svona verk hafa þó eins konar tilfinningavald, þ.e. sögur sem segja frá ofbeldi, illri meðferð eða viðlíka, er vandasamt að gagnrýna og vefengja, þótt fjölmörg dæmi séu um vafasama meðferð á staðreyndum í slíkum textum. Viðtökur þeirra eru um margt athyglisverðar og ýmislegt í umræðunni um slíkar bækur minnir á orðræðu um sjálfsævisöguna almennt sem ávallt hefur loðað við hana, einkum þó metsölusjálfsævisögur. Þetta er gagnrýni sem beinist að því þegar höfundur er talinn hafa gengið of langt í útlistun sinni á fortíðinni og sjálfum sér, farið yfir einhver mörk, ögrað á einhvern ósæmilegan hátt. Þá er ekki litið á slíkar sögur sem ‚bókmenntir‘, heldur einhvers konar óhefta sjálfstjáningu, eins og sögurnar hreinlega frussist út úr höfundinum, formlausar og gersneiddar listfengi. Ekki er laust
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.