Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 64
Ó l a f u r G u n n a r s s o n 64 TMM 2016 · 1 Drengirnir hlupu til hans, hann slengdi brjóstsykurspokunum í fang þeirra, ég valdi annan tónlistarmann til að setja á fóninn. Við byrjuðum að spjalla. Og drekka. En það var einhver ofsi okkar á milli sem ekki hafði verið áður. Við Steinar höfðum átt í bréfaskiptum um langa hríð. Þar var hann mér ofjarl, skrifaði fallega stíluð bréf og var reiðubúinn að opna hug sinn og hjarta á meðan ég var það ekki. Bréf mín voru kauðsk, ég reyndi að hafa marga bolta á lofti en missti þá alla. Ég var hress en um leið leiðinlegur. Bréf mín voru yfirborðsleg, því betur sem Steinar skrifaði, því verr fórst mér það úr hendi að stíla til hans sendibréf. Elsa og börnin voru löngu sofnuð og Steinar búinn að finna klassíska plötu í staflanum þegar hann kom að kjarna málsins sem var langt í frá koma hans til Danmerkur til þess að kaupa hjólhýsi heldur mín illa stíluðu og innan- tómu bréf. Ef Steinari blöskraði þá gat hann gert sig mikið skrækan og hrópaði þá með írskum hreimi: Oh, my god. Og nú hóf hann báðar hendur á loft, kreppti hnefana, þandi nasavængi og gerði sig trylltan til augna og hrópaði: Oh, my God, oh my God, þessi innantómu bréf! Þessi innantómu bréf! My God! Og á síðasta ópinu gerði hann sig enn skrækari en fyrr: Oh, my God! My God! Og hann fór að leggja út af bréfunum og bæta um betur hvað ég væri vondur höfundur í bókum mínum, hann talaði af fágætri mælsku, nánast innblásinn. Því miður man ég ekki alla ræðuna en hún hlýtur að hafa verið svo mögnuð að það er missir að henni, því einhvern tíma nætur tekur hann sér málhvíld og segir með rósemd: Það er af þér vond svitalykt. Angistarsvitalykt. Já, þegar ég finn veikan blett á mönnum þá hef ég þá náttúru að ég get stungið á kýlum, oh my God, hljóðaði hann og hófst hálfur upp úr Ikea-sófanum, – argið og gargið og sargið í þessum bréfum. Þau eru skrifuð af njálg en ekki manni. Þegar ég loksins komst í rúmið var fullhefnt fyrir að ég hafði hlegið að hjólhýsiskaupunum. 2 Sennilega var það ekki fyrr en seinna sem mér varð ljóst að þessi ofsafengnu viðbrögð vegna galtómra sendibréfa minna væru viðbrögð manns sem hafði ætlað að stýra eigin vagni með hjólhýsi í eftirdragi en ekkert orðið úr. Og hjólhýsakaup voru ekki framar færð í tal enda fór fljótt að ganga á það fé sem til þeirra var ætlað. Ég man að varla féll úr dagur við drykkju á milli jóla og nýárs. Steinar stóð fyrir stórum veislum á Strandlyst krá, hann var argur út í Dag Sigurðarson sem hann sagði hafa hertekið Hressingarskálann: „Hvað er hann að sitja niðrá Skála allur einn kjálki þessi maður og tala um brjóst og píkur?“ Ég kinkaði kolli yfir blóðríku buffi, Elsa snæddi léttan fiskrétt með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.