Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 72
H a u k u r I n g va r s s o n 72 TMM 2016 · 1 „Maður sér til.“ „Já, við erum nú ung enn þá,“ segir hann og setur upp einhvern svip sem Unni grunar að eigi að vera spaugandi, bætir svo við: „Alla vega þú. Annars má maður nú bara þakka fyrir að vera með vinnu eins og ástandið er núna. En ég ætla ekki að tefja þig. Meira.“ Hann réttir úr sér. Sýnir ekki á sér neitt fararsnið. Stendur bara með hendurnar niður með síðunum og horfir á hana. Stíft. Barnið horfir upp til pabba síns, virðist undrandi á háttalagi hans, segir í fyrstu ekki neitt en þegar þögnin er orðin löng, togar það varfærnislega í ermina hans: „Pabbi?“ Maðurinn er mjög hávaxinn. Trónir yfir hana. Unnur veit ekki hvernig hún á að vera, reynir að lesa í svip mannsins en á ekkert orð til að lýsa honum, þetta er ekki losti, það er ekki eins og hann sýni kynferðislegan áhuga, þetta er eitthvað annað. Hún hefur ekkert fyrir sér í því en henni finnst eins og hann sé að máta hana í móðurhlutverk barnsins, eins og hann sé að reyna að sjá hana fyrir sér innan veggja heimilis síns. Að lokum breytir hann um svip, verður dapurlegur, segir: „Jæja.“ Og svo fer hann. Barnið lítur til baka til hennar og segir: „Sjáumst á morgun.“ Unnur segir: „Sjáumst á morgun,“ á móti, nennir ekki að útskýra fyrir barninu að á morgun verði hún ekki í vinnu, hún sé komin í helgarfrí þegar vaktinni sé lokið. Á morgun ætli hún að fara í aðgerð sem hún hefur verið að safna sér fyrir, fegrunaraðgerð hefur hún kallað það með sjálfri sér frekar í gríni en alvöru. *** Nú ríkir þögn á leikskólanum. Allir farnir nema hún. Unnur fer inn á kenn- arastofuna, klæðir sig úr inniskónum og setur þá í skápinn sinn, tekur fram kuldaskóna og klæðir sig í. Hún er þreytt, bæði líkamlega og andlega; ætlar sér að fara snemma að sofa í kvöld, langar samt til að hitta einhvern, nennir ekki að tala við neinn, vill ekki vera ein. Henni finnst ótrúlegt að vera einmana eftir að hafa verið umkringd fólki allan daginn en kannski er þetta ekki einmanaleiki heldur þörf fyrir að fá að vera hún sjálf, þurfa ekki stöðugt að taka mið af þörfum annarra en hunsa sínar eigin. Þegar hún leggst til svefns á kvöldin er hún stundum með verki á stöðum í líkamanum sem hún hefur aldrei fundið fyrir áður. Hún þekkir samt nöfnin á þeim síðan hún var í Háskólanum, þetta eru ýmsir smávöðvar: musculus subscapularis, musculus trapezius og musculus latissimus dorsi. Þegar hún klæðir sig í úlpuna finnur hún fyrir þeim og andvarpar. Rýfur þögnina. Unnur verður meðvituð um sjálfa sig; andardráttinn, hjartsláttinn, skrjáfið í fötunum, einveruna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.