Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 73
J a x l TMM 2016 · 1 73 Árásin er ekki yfirstaðin, það er enn skelkur í bringunni. Skelfingin. Hún stendur upp og smokrar sér út af kennarastofunni fram á ganginn, teygir sig svo inn aftur til að slökkva ljósið og kippir hendinni að sér út úr myrkrinu, gengur svo hröðum skrefum, slekkur á eftir sér jafnóðum og hún fer um, forðast að líta um öxl, byrjar að þreifa eftir lyklinum að útidyrahurðinni í vasanum. Þegar hann er fundinn læsir hún greip sinni um hann, finnur hvað húðin er þurr. Hún þarf að bera eitthvað á sig. Hún veit að það er blekking að veggirnir þröngvi sér upp að henni. Þeir eru dauðir, hafa engan vilja. Við útidyrnar neyðir hún sjálfa sig til að halda ró sinni, forðast að horfa inn í myrkt anddyrið gegnum glerið, veit það getur ruglað hana í ríminu. Hún stingur lyklinum í skrána, snýr honum, tekur í húninn – það er læst – kippir lyklinum út og um leið og hann er kominn í vasann er eins og tilveran breyti um takt. Unnur andar að sér svölu útiloftinu og gengur rólega í átt að hliðinu. Hún er frjáls. Svermur af störrum liðast órólega um himininn, dýpra og dýpra upp í myrkrið eins og torfa af fiski. En svo er eins og hann fælist, tekur dýfu í átt að yfirborði jarðarinnar. Skipulagið riðlast og fuglarnir tvístrast um himininn, einn og einn, áður en þeir ná aftur takti, taka sig saman tveir og tveir uns aftur er kominn hópur sem hefur sig samtaka til flugs og í burt. *** Hún tók sér frí frá námi eftir menntaskóla, aðstæður hennar gerðu henni ekki kleift að bíða í heila önn eftir námslánum, hún þurfti að safna pen- ingum. Hún vann á leikskólanum, las anatómíu og lífefnafræði á kvöldin, vildi fara í læknisfræði – nei, ætlaði að verða læknir – ætlaði að mæta vel undirbúin í inntökuprófin, gat ekki hugsað sér að falla. Það liðu tvö ár. Þegar hún mætti í skólann fundust henni krakkarnir sem komu beint úr menntaskólunum svo mikil börn, það sama átti ekki við um þau sem voru að reyna í annað, þriðja eða jafnvel fjórða skiptið. Það vottaði ekki fyrir æskufjöri í andlitum þeirra lengur, þau voru einbeitt, alvarlegt og þreytt. Hún kannaðist við nokkur í þessum hópi síðan úr menntaskóla en þau gáfu ekki færi á sér. Tóku varla undir kveðju. Þau voru búin að ganga í gegnum þetta áður, höfðu horft á eftir félögum sínum halda áfram eða gefast upp, nú ætluðu þau að reyna til þrautar og annaðhvort myndu þau fagna sigri eða gefa drauminn upp á bátinn. Unnur var ekki þreytt en hún var alvarleg og einbeitt, hún fann að undirbúningurinn hafði ekki verið til einskis og þegar kom að prófunum vonaði hún að þau yrðu þung. Hún vildi fá tækifæri til að sýna hvað hún gæti og henni varð að ósk sinni. Einkunnirnar voru hengdar upp á töflu í númeraðri röð frá einum upp í fimmtíu, þær hæstu efst og svo koll af kolli. Það var örtröð við vegginn, margir töluðu í síma, Unnur tók sér stöðu í útjaðri hópsins, stóð þolinmóð og beið eftir að röðin kæmi að sér, öðru hvoru kom hreyfing á hópinn þegar einhver olnbogaði sig út úr honum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.