Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 74
H a u k u r I n g va r s s o n 74 TMM 2016 · 1 Allt í einu stóð stelpa með maskara niður á kinnar með andlitið þétt upp að hennar, ruddist fram hjá og hljóp í burtu. Einhver hjálpaði Unni á fætur. Þegar hún komst að leitaði hún að prófnúmerinu sínu. Hún var ekki á topp tíu eins og hún hafði stefnt að. Það voru vonbrigði. En hún var meðal þeirra tuttugu efstu. Hún gat sætt sig við það. Eftir fyrsta árið vann hún á Grund, vissi ekki neitt og kunni ekki neitt en naut samt einhverrar undarlegrar virðingar hjá þeim sem hún annaðist og hinu starfsfólkinu. Það hafði enginn komið svona fram við hana áður. Áður en hún vissi af var hún farin að storma um gangana, setja upp ábúðarfullan svip þegar fólk ávarpaði hana. Þegar hún sá aðra læknanema leika þetta sama hlutverk fannst henni þeir kjánalegir en réð samt ekki við sig þegar hún var í sömu aðstæðum. Eina sumarnóttina sátu þau á kaffistofu, hún og tvö önnur, þau sögðu henni frá sérnáminu sem þau ætluðu í, hvar þau ætluðu að vera, hvað þau ætluðu að vinna lengi úti áður en þau kæmu aftur heim til að setjast að, hvað þau ætluðu að eignast mörg börn. Unnur var ekki farin að hugsa svona langt. Þegar leið á annað árið fór hún að finna fyrir leiða, langaði til að fá frí frá þessu umhverfi þar sem framtíðin var svona tryggilega mörkuð. Björg vinkona hennar var í leiklistarnámi í London, hún ætlaði ekki að koma heim um sumarið heldur sjá hvort hún fengi ekki einhverja vinnu, hana vantaði sambýling og lagði hart að Unni að koma út til sín. Hún ákvað að slá til. Unnur kom út í byrjun júní. Árið var 2005. Björg tók á móti henni á lestar- stöð inni í bænum. Þær réðu sér ekki fyrir spenningi, snertu varla jörðina, föðmuðust og stigu dans á brautarpallinum, gripu hvor sína töskuna og hlupu upp tröppur sem leiddu upp á götuna. Það var dimmt, Unnur þurfti að hafa sig alla við til að halda í við Björgu sem leit öðru hvoru til hennar og hló; hún var með dökkt vangasítt hár, spékoppa og pínulítið frekjuskarð. Unni leið eins og hún væri ölvuð. Hún fylgdi bara Björgu án þess að hafa hugmynd um hvert þær væru að fara, sá bara ljós allt í kring, greindi bíla og manneskjur eins og langa skugga. Þetta hvarf þegar þær beygðu fyrir horn og allt varð svart, hún kallaði til Bjargar að bíða. Hún staðnæmdist og kastaði mæðinni. Þær leiddust síðasta spölinn þar til þær komu að porti, þar lauk Björg upp þungri hurð, kveikti ljós og við þeim blasti niður- níddur stigagangur. Þær byrjuðu aftur að hlæja og hlupu upp stigann, sums staðar lágu rafmagnssnúrurnar utan á veggjunum, víða voru ryðbrúnir taumar eftir leka. Íbúðin sem Björg leigði hafði upphaflega verið vistarvera þjónustufólks, tvö lítil samliggjandi herbergi; það fremra var stærra en samt lítið, í það var búið að troða sófa, borði, eldunaraðstöðu og fataskáp, innra herbergið var gluggalaust, tvö rúm og þröngur gangvegur á milli, dyrnar sem skildu herbergin að var aðeins hægt að opna upp á hálfa gátt, svo þær þurftu að skáskjóta sér inn. Þetta var allt og sumt. Íbúðin var ekki annað ef frá var talið klósettið frammi á ganginum: „Þetta þykir eiginlega frekar fínt hérna,“ sagði Björg í senn afsakandi og ásakandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.