Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 76
H a u k u r I n g va r s s o n 76 TMM 2016 · 1 hana eftir og fór heim með fyrsta flugi. Fann ekki einu sinni fyrir reiði í hennar garð. Sá bara fyrir sér andlit vinkonu sinnar baðað tárum mitt í þess- ari óreiðu þegar hún kvaddi og sagði foreldra sína ekki telja borgina örugga lengur. Og svo var það sónninn í eyrunum sem hana langaði til að drepa þó hún þyrfti að reka prjón í gegnum hljóðhimnurnar á sér. Þögn. Hún þráði þögn. Og einhvern til að tala við. Bara ekki með orðum. *** Unnur býr í lítilli íbúð á Seljabraut sem er eins og á mörkum tveggja heima. Svefnherbergið snýr að gamalgrónum götum með nýuppgerðum húsum í bland við önnur sem er orðið tímabært að lappa upp á, í sumum höfðu sömu fjölskyldurnar búið kynslóð fram af kynslóð. Úr stofunni blasir við niður- nítt verksmiðjusvæði, útkrotaðir veggir með litríkum málverkum, örlítið lengra eru endurvinnsla og skólphreinsistöð, síðan hafið og loks Jökullinn. Í óræktinni á verksmiðjusvæðinu sá Unnur einu sinni tjald þar sem heim- ilislaus maður hafði komið sér fyrir. Hann strengdi snúru milli ryðgaðra steypustyrktarjárna sem stóðu upp úr steypuklumpum og þar hengdi hann upp þvott. Eina nóttina bauð hann til sín vinum – svartir skuggar flögruðu um gulan dúkinn – söngur barst úr tjaldinu, undarlega dimmar karlmanns- raddir ómuðu um hverfið. Unnur opnaði gluggann og rak út höfuðið einmitt þegar ný rödd bættist í hópinn, lýrískur tenór, ögn klemmdur en hljómfagur. Kannski var þetta einhvers lags kveðjuhóf því daginn eftir var tjaldbúinn horfinn með allt sitt hafurtask og sást ekki aftur. Unnur opnar útidyrnar og sópar ruslpósti úr gangveginum með fætinum, staulast upp stigann meðan hún flettir IKEA bæklingi. Þegar hún er komin inn í íbúðina gengur hún rakleitt inn í eldhúsið og opnar ísskápinn og um leið rennur upp fyrir henni að læknirinn hafði beðið hana um að fasta, ef ske kynni að hann þyrfti að svæfa hana. Hún hryllir sig við tilhugsunina. Úti er blátt myrkur, hún kveikir á kertum. Garnirnar í henni gaula. *** Það á að draga úr henni jaxl. Það er fegrunaraðgerðin. Hún hefur verið að leggja fyrir undanfarna mánuði til að eiga fyrir henni. Hún hefði frekar viljað nota peningana til að kaupa sér flugmiða, ný föt, jafnvel stækka á sér brjóstin. Allt væri skárra en að láta draga úr sér tönn. Hún er komin út á strætóstoppistöðina klukkan kortér í átta, ylurinn frá sturtunni er enn þá einhvers staðar djúpt ofan í holdinu en húðin köld og hárið blautt. Haust. Allt í kringum hana eru krakkar á leiðinni í skólann. Hún skilur ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.