Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 79
J a x l TMM 2016 · 1 79 að hann hafi sagt þennan brandara áður. Hann fylgir henni að stólnum og hún leggst út af. Konan úr afgreiðslunni kemur með bakka, réttir henni glas með pillum, síðan vatn að drekka. „Þetta er kæruleysispilla, leggstu nú bara út af væna mín og slakaðu á.“ Unnur hlýðir. Hún horfir upp í ljósið fyrir ofan sig og það minnir hana á lest. *** Þegar hún var búin að vera úti í fimm vikur upp á dag varð hún fyrir árásinni. Þetta var samt ekki beinlínis árás á hana persónulega. Í fjölmiðlum var talað um árás á borgina, á vestræna menningu og gildismat. Unnur fann sig ekki í þessum orðum. Samt var hún eitt af fórnarlömbunum, svo mikið vissi hún. Þær höfðu verið kallaðar til vinnu daginn áður, hún og Björg, vaktin byrjaði rólega en svo kom skipun að ofan um að það ætti að opna kampavínið. Fólkið í eldhúsinu var undarlega snortið af þessum fréttum, margir gáfu frá sér niðurbæld fagnaðaróp og sumir föðmuðust. Þegar fyrsti umgangurinn af kampavíninu var kominn út úr eldhúsinu var Unni rétt glas, síðan voru opnaðar flöskur og allt staffið fékk í glas, svo var skálað. London hafði verið valin til að halda Ólympíuleikana 2012. Eftir þetta var allt brjálað, matur og vín streymdi út úr eldhúsinu. Það var stemning í loftinu og þegar leið á vaktina var starfsfólkið farið að taka glös og snittur af bökkunum og gerði enga tilraun til að fela það. Unnur og Björg fylgdu fordæmi hinna, tóku sér stöðu í einu horni í eldhússins, hölluðu sér upp að innréttingunni, kjöftuðu og hlógu. Þjónarnir voru búnir að hneppa frá sér skyrtunum og bretta upp ermarnar, það kom í ljós að sumir þeirra voru húðflúraðir frá úlnlið og upp að öxl. Að lokum barði einn þeirra í glas og stakk upp á því að þau færu á pöbb í nágrenninu, þar spilaði hljómsveit sem kunningi hans væri í. Þau tíndust út, gengu fylktu liði gegnum port bak við húsið. Margir þjónanna voru myndarlegir, þetta voru töff náungar með afslappaða nærveru. Þjónn- inn sem hafði slegið í glasið kom hlaupandi á eftir Unni, hann rétti henni bjór í gleri og lagði höndina yfir öxlina á henni. Unnur hallaði sér upp að honum. Það var enn þá sólskin. Morguninn eftir stóð Unnur við brautarpall á Liverpoolstreet, hún hafði fengið SMS frá Björgu: „Ertu komin heim? Hvernig fór :-)“ Hún starði á skjáinn á símanum sínum og fór í gegnum kvöldið í huganum; komuna á barinn, skotin, dansinn, bragðið af framandi tungu í munninum, faðmlög í leigubíl, dýna á gólfi, samfarir, tattúveraður handleggur á hvítu laki þegar hún vaknaði. Lest staðnæmdist á sporinu, fólk fór inn og út. Unnur flæktist undan mann fjöldanum í átt að munna lestarganganna. Lestin ók fram hjá. Klukkan var langt gengin í níu og hún var ekki enn þá komin heim. Þetta var í fyrsta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.