Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 80
H a u k u r I n g va r s s o n 80 TMM 2016 · 1 skipti sem hún hafði sofið hjá ókunnugum manni. Hún sá ekki eftir því en fannst eftir á að hyggja að hún hefði átt að fá símanúmerið hans áður en hún læddist út, hún hafði hripað númerið sitt niður á blað og skilið það eftir við hlið dýnunnar á gólfinu. Nú var hún háð því að hann myndi hringja. Unnur leit aftur á símann. Hvað ætti hún að skrifa Björgu? Hún sá ljós út undan sér, leit ósjálfrátt í átt að munna lestarganganna og á móti henni kom sprenging, skelfi legt öskur sem fylgdi viðurstyggilegur andardráttur einhvers staðar djúpt úr iðrum borgarinnar, hún kastaðist aftur og hafnaði á einhverjum, fann framtennur viðkomandi skella á hnakkanum á sér, það var myrkt en hún hlaut að vera með meðvitund því hún heyrði sprenginguna bergmála í göngunum og skella á henni aftur og aftur. Þessi afturgengnu öskur áttu eftir að fylgja henni alla tíð. Það gátu ekki hafa liðið nema örfá augnablik en samt var eins og hún hefði dottið út, kannski vankast. Einhver hrein í eyrað á henni, það var maður, hún lá ofan á honum og hann klemmdi fæturna utan um lendarnar á henni. Hún reyndi að standa upp en hann vildi ekki sleppa. Hún hélt áfram að brjótast um en maðurinn herti bara á henni tökin þar til veik neyðarljós kviknuðu í loftinu, þá losnaði hún og stóð á fætur. Út um allan lestarpallinn lá fólk á grúfu. Fólkið var enn í áfalli, skelfingin hafði ekki gripið um sig. Innan úr lestargöngunum heyrðist öskrað á hjálp. Þegar Unnur leit í áttina þangað sá hún fyrstu fórnarlömbin koma út. Þau skjögruðu út úr mistrinu eins og skuggar. Það var hrópað á hjálp og Unnur hljóp ósjálfrátt af stað. Hún kom að þar sem maður hneig niður rétt innan við munnann, hún hlustaði eftir andardrætti og byrjaði svo að hnoða. Þegar hún tók á honum fann hún að rifjahylkið var í tætlum. Skyrtan hans var brunnin við holdið. Hún byrjaði að öskra og svo mundi hún ekki meir. Vissi næst af sér í íbúðinni. Björg stóð yfir henni, hún var að kveðja. Hún var útgrátin og maskarinn út um allt andlit. Unni fannst eins og hún hlyti af hafa lent í sprengingunni líka. En svo var ekki, að því komst hún síðar. Löngu síðar, þegar þær hittust fyrir tilviljun á götu í Reykjavík, spurði Björg hvort hún myndi ekki eftir því hvað hún hefði gubbað mikið. Hún hefði örugglega fengið heilahristing. Hún hefði sofið og sofið. Kúgast og gubbað. Hún hefði vakað yfir henni. Gert allt sem hún hefði getað. Björg leit vandræðalega í kringum sig þegar hún var búin að láta þetta út úr sér. Sleit svo samtalinu. Flýtti sér í burtu. Burt. Burt. Burt. Burt. Burt. Burt. Unnur hafði þróað með sér þráhyggju fyrir orðum. Hún heyrði þau í göngu lagi fólks, sá þau í hreyfingunum. Orðin sveimuðu um höfuðið á henni í spíral uns þau urðu að són sem hún gat ekki kæft. En sónninn var að minnsta kosti línulegur. Öðru máli gegndi um atburðarásina sem hún forðaðist að hugsa um, formlausa óreiðuna sem tók yfir huga hennar ef hún heyrði minnst á sprengingar í fréttum. Hún sá fyrir sér tölur sem þurfti ýmist að leggja saman eða deila. Margfalda eða diffra. X og Y, W og Z. Það voru eintómar breytur og óþekktar stærðir og allt tengdist þetta henni og þó
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.