Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 90

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 90
90 TMM 2016 · 1 Árni Bergmann Tungumálaævintýri Persónulegar minningar og stærra samhengi Það fer varla hjá því að þekking á tungumálum og notkunarsvið þeirra séu áleitnari við smáþjóðafólk en þau sem tilheyra stórum málheimum. Ég sjálfur man ekki betur en ég hafi, ásamt svo mörgum af minni kynslóð, verið alinn upp í vissri tungumáladýrkun. Kannski ólum við okkur þannig upp sjálf. Tungumálakunnátta var heillandi hvítigaldur. Kappasögur voru sagðar af góðum málamönnum. Ef einn slíkur fór til náms til útlanda voru menn vissir um að hann talaði frönsku betur en Frakkar eða rússnesku betur en Rússar. Á efsta tindi stóðu þeir sem voru málaséní og enginn vissi hve mörg mál kunnu. Friðrik Þórðarson í Osló var einna frægastur, sá sem kunni mörg fágæt mál úr Kákasus. Þegar hann var að því spurður hve mörg mál hann kynni svaraði hann: „Á ég að telja þessar evrópsku mállýskur með?“ „Latína er list mæt …“ Þessi tungumáladýrkun magnaðist með hverju ári skólagöngunnar – og það var alltaf sérstaklega freistandi að sletta málum sem maður kunni ekki. Áður en ég byrjaði í menntaskóla hafði ég fengið fyrirframást á latínu. Ég hafði komist í bók sem kom út á hundrað ára afmæli Menntaskólans í Reykjavík, Minningar úr Menntaskóla, stórskemmtilegt rit reyndar og dálítið undarlegt í laginu: minningarnar voru því skemmtilegri sem lengra var farið inn í fortíð en misstu lit og keim jafnt og þétt eftir því sem samtíminn nálgaðist. Og latínan var fastaskraut í þessum endurminningum. Latína var lykill að allri menningu, menn þurftu reyndar að kunna töluvert í henni til að komast í fyrsta bekk skólans. Og forfeður okkar slettu latínu og vitnuðu í latínu- skáld og jafnvel hvunndagsleg og sjálfsögð hugsun varð einhvernveginn svo merkileg á latínu. Af þessu varð ég stórhrifinn og fannst verst að við á minni tíð lærðum ekki grísku líka eins og gert var hundrað árum fyrr. Ég keypti mér þó forngríska orðabók og lærði gríska stafrófið. Og þá sannast hið forn- kveðna enn og aftur: allt sem maður lærir eða hnusar af kemur að einhverju gagni fyrr eða síðar. Gríska stafrófið notaði ég til að skrifa leyndarmál mín í dagbók – en skrifaði líka orðin afturábak til vonar og vara. Og ég elskaði latínuna með öllum hennar yndislega flóknu beygingum. Ég
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.