Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 91
Tu n g u m á l a æ v i n t ý r i TMM 2016 · 1 91 varð skelfilega montinn þegar ég skildi hvers vegna hægt væri að segja „haltu mér slepptu mér“ bæði með noli me tangere og ne me tetigeris. Í þessu málastússi með latínu, þýsku og frönsku fyrir utan ensku og dönsku varð það alltaf sérstaklega heillandi að skoða þær undarlegu sérleiðir sem hver tunga hefur til að láta hugsun eða afstöðu í ljós og að það er skemmtilega erfitt að koma þessu til skila þegar maður reynir að færa texta milli tungu- mála. Hvert mál getur t.d. verið mjög gagnort, notað fá orð og sterk – en það getur allt þynnst út og orðið hundleiðinlegt í stirðri og bókstaflegri þýðingu. Latínan lýsir því til dæmis að enginn nái góðum árangri nema hann leggi mikið á sig með fjórum orðum aðeins: Per aspera ad astra. Einhver tekur sig til og þýðir þetta á íslensku: Gegnum örðugleikana til stjarnanna. Á þessum löngu liðnu árum virti ég Halldór Laxness næstmest alls í ritheimi – á eftir latínunni, og einmitt Halldór henti gaman að þessari kauðalegu þýðingu. Hann kenndi mér og öðrum að við verðum að finna okkar eigin lífvænlegar hliðstæður þegar við viljum flytja hugsun á milli mála og í því er spennandi leynilögreglustarf þýðandans eða áhugamanns um tungumál oft fólgið. Og Halldór hafði fundið svarið við „per aspera ad astra“: Það er ekki „gegnum örðugleikana til stjarnana“ heldur „Enginn verður óbarinn biskup.“ Sem er eiginlega miklu betra en latínan vegna þess að það er svo mikið af áþreifanlegri sögu í íslenska málshættinum sem hlýtur að vera hugsaður út frá því að skólasveinar voru barðir til bókar ef þeir gerðust latir. Svo má snúa dæminu við. Tökum gamla visku sem er orðuð svona í amk. fjórum Íslendingasögum: „Án er illt gengi nema heiman hafi“ – Þetta er stutt og laggott – en kannski er þetta einskonar þýðing úr latínu á hugsun sem kemur fram hjá skáldinu Juvenalis. Og nú bregður svo við að latínan er mjög stirðbusaleg: Juvenalis segir, ef við þýðum bókstaflega: „Ekki eiga þeir auðvelt með að sanna sig, hverra dyggðum standa í móti erfið mál heima fyrir.“ Non facile emergunt, quorum virtutibus obstat … Hafðirðu nokkuð gagn af þinni skólalatínu? gæti þá einhver spurt. Ég held að það hafi verið heilmikið. Í fyrsta lagi var þetta gaman, latínan var hressandi heilaþjálfun, glíma við gestaþraut. Í öðru lagi: eftir latínuna vissi ég hvað málfræði var – líka ýmislegt undarlegt í málfræði fjarlægra tungu- mála. Í þriðja lagi er latína lykill að öllum rómanska heiminum. Eða eins og latínukennarinn minn á Laugarvatni sagði: „Sjáðu sko, þegar þú ert búinn að lesa latínu í þrjú ár þá geturðu lagst upp í rúm og lesið spænsku eins og að drekka vatn“. Eða þá ítölsku get ég bætt við. Latínan gerði mér fremur auðvelt að grauta í ítölsku þegar mér fannst ég þyrfti á því að halda. Það gerðist fyrst einmitt úti í Moskvu þar sem ég var að læra rússnesku. Þá fannst mér að ég væri skotinn í ítalskri stúlku sem þar var líka við nám og þessvegna þurfti ég endilega að læra eitthvað í hennar máli. Svo gleymdist stúlkan en ítalskan ekki alveg – og það kom sér vel tuttugu árum síðar þegar ég var sendur til Ítalíu sem blaðamaður að skrifa um pólitíkina í þeim sveitum. Ég vissi áður en ég fór og fékk það staðfest á Ítalíu að það þýddi lítið að spyrjast
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.