Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 96
Á r n i B e r g m a n n 96 TMM 2016 · 1 íslenskan sé byrði og ungu fólki til trafala og best að skipta sem fyrst yfir á heimsmálið sjálft. Það muni flýta hagvexti, spara útgjöld, stytta leið þeirra sem vilja meika það í heimsþorpinu. Kannski efla jafnstöðu nýbúa við heimamenn! Ef slíkar raddir ná að styrkjast fer af stað þróun sem – eins og mörg dæmi sanna – leiðir fyrst til þess að þeim tilveru- og athafnasviðum fækkar þar sem smáþjóðartungan er notuð. Eins og lagt var til á frægum „útrásartímum“ sem hér átti að gera að innrás: ég man ekki betur en fjár- málageirinn bólgni og þrútni ætlaði alfarið að tala ensku og aldrei annað á öllum sínum vinnustöðum. Eins og gerist í reynd í meiri mæli en marga grunar í háskólum okkar þar sem námskeiðum á ensku fjölgar og íslenska hopar á hæl eftir því. Slík þróun sker utan af lífi tungunnar jafnt og þétt – svo sem frændur okkar Írar hafa mátt reyna, sem og Walesbúar, Baskar og Bretónar – ef við horfum aðeins til næsta nágrennis. Það hjálpaði okkur lengi að við vorum undir erlendu valdi sem bar furðu- mikla virðingu fyrir okkar tungu sem Danir röktu saman við eigin fortíð. Meðan þær þjóðir sem ég nefndi fyrr sættu einatt beinum fjandskap og kúgun af hálfu umboðsmanna hinna voldugu heimsmála sem yfirþjóðirnar töluðu. Í annan stað áttum við það sjálfstraust sem hikaði ekki við að prófa og iðka íslensku til allra hluta – meðan áhrifamiklir menningarvitar t.d. Baska eða Bretóna eða Walesbúa létu sér fátt um eigin tungu finnast. Wales- menn til dæmis – þeir voru um skeið betur settir en Írar – m.a. vegna þess að þeir höfðu Biblíu og kirkju á sínu máli. Árið 1911 töluðu 43,5% landsmanna enn sína velsku en þeim hafði fækkað niður í 19% hundrað árum síðar. 73% skildu ekki neitt. Og mál margra franskra duggara hér við Íslandsstrendur, bretónsku, töluðu um tvær miljónir manna í byrjun 20. aldar – en nú eru þeir kannski aðeins rúmlega 200 þúsund og flestir um og yfir sjötugt. Gáum að þessu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.