Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 101
TMM 2016 · 1 101 Þorsteinn Antonsson Leikur að laufum Með tilvísun á verk Thors Vilhjálmssonar „Thor er existensjalisti á guðlegri rót,“ segir í einni af sjö útskriftarritgerðum háskólanema í bókmenntafræðum um ritverk Thors Vilhjálmssonar (1925– 2011), sem aðgengilegar eru á Háskóladeild Þjóðarbókhlöðunnar og ég las allar síðasta vor eftir að hafa fylgst með lokaáföngunum á Suðurgöngu hans um Jakobsveginn í sjónvarpi.1 Var þá rithöfundurinn Thor orðinn kaþólskur á efri árum eftir litríkan feril, eins og stórskáldið T.S. Eliot sem Thor vitnaði í oftar en einu sinni framan við meginmál bóka sinna? Ég varð forvitinn um svarið. Bækur hans vísa út og suður, svo merkar sem þær eru, og vert að finna þeim sameiginlegan bakgrunn. Var hann kannski kaþólskur alla sína höfundartíð? Og var þá þessi pílagrímsganga til marks um það eða slík sinnaskipti? Þegar skoðað er langt ljóð í fyrstu bók Thors, Maðurinn er alltaf einn (1950), hvarflar að lesanda að höfundarmetnaður hans eigi rætur í trúarvið- horfi. Ljóðið heitir Monologue interieur (bls. 39). Í ljóðinu, sem er frá 1948, lýsir hann tveimur helstu valkostum mannsævinnar – á annan veg hlutleysi sem raunar sé ekkert líf, á hinn nautnahyggju sem sé „bruni í guðdómsins skírnarloga“ eins og það heitir. Sé í senn neisti og þó dropi sem að lokum sameinist því Eina („Tao“). Sigurður Nordal fjallar um sömu valkosti mann- lífsins í ljóðsögu sinni Hel, þar sem segir af bóndasyninum Álfi frá Vindhæli, lífsnautnaflækingi hans og nútímalegu óreiðuástandi – sem svo endar í algleymi – í konufaðmi. Boðskapurinn í Hel er þessi: Sá fer í endurvinnsluna eftir sitt endadægur sem hvorki lifir gleði né sorg, svo miklu muni. Hinn eða hinir sem ganga nærri sjálfum sér og taka þátt í því sem á daga þeirra drífur, þeir mega vænta framhalds. Með nefndu ljóði bendir Thor í ákveðna átt, eftir að hafa talað máli ástríðnanna með sínum hætti. Á þrautagöngu um lífsins leið skynjar listamaður á sínum bestu stundum nálægð guðdómsins og miðlar þeim vísdómi til annarra manna með inntaki listaverks, samkvæmt ljóðinu. Tilgangur sem þó beinist að því framar öðru að komast af sjálfur. Þá vaknar spurning, hvort þessi leiðsögn gildi um allar listir eða bara trúar lega list? Thor kynntist því á ferðalagi í Sovétríkjunum 1959, að lista verk austrómversku kirkjunnar voru þar enn höfð í heiðri þrátt fyrir kommúnisma. Sjálfur mat hann hefðbundna kirkjulist mikils alla sína höfundartíð, enda hafa honum snemma á ferlinum skilist gömul sannindi og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.