Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 117
TMM 2016 · 1 117 Áva r p v i ð v i ð t ö k u Í s l e n s k u b ó k m e n n t av e r ð l a u n a n n a heimar þeirra á margvíslegan hátt hvor við annan. Til dæmis að segja frá ótrú- legum atburðum einsog hverjum öðrum veruleika, að ekkert sé furðulegt við furður, þær séu einsog hver annar veru- leiki. Þannig segir kona liðsforingjans í sögu Gabriel Garcia Marquez Liðsfor- ingjanum berst aldrei bréf: „Í síðustu viku birtist kona við höfðalagið á rúm- inu mínu, sagði hún. Ég gerðist svo djörf að inna hana eftir, hver hún væri, og hún svaraði: Ég er konan sem lést í þessu rúmi fyrir tólf árum. En húsið var byggt fyrir tæpum tveimur, sagði liðsforinginn. Einmitt, sagði konan, en þarna sann- ast að látnu fólki getur skjátlast.“ Það er eins með þá sem skilgreina skáldskap. Þeim getur skjátlast, því það að skilgreina skáldskap er að mörgu leyti einsog og að þýða fuglamál yfir á mannamál. Á leiðinni yfir á mannamál- ið glatar það merkingu sinni. Eins hafa allar útskýringar á því hvað sé Íslend- ingasaga og hvað sé skáldsaga tilhneig- ingu til að eldast mun hraðar en bæði þessi form. Frelsi skáldsögunnar felst kannski í því að hún verður aldrei end- anlega skilgreind. Hún virðist alltaf geta skotið sér undan því sem sagt er að hún sé og orðið eitthvað allt annað. Hundadagar eru skáldsaga, að nokkru leyti heimildaskáldsaga þar sem heimildir eru notaðar á afar frjálslegan hátt. Ég segi: Sannleikur sögunnar, frelsi skáldsögunnuar. Aðalheimildir sögunn- ar eru ævisögur aðalpersónanna, þeirra Jörundar og séra Jóns Steingrímssonar, síðan ótal aðrar heimildir: Sjálfstæði Íslands 1809 eftir Helga Briem, ótal rit- gerðir um Skaptárelda, hinar miklu rannsóknir Önnu Agnarsdóttur á Jör- undi hundadagakonungi og samskipt- um Englands og Íslands, leikritið Eld- klerkurinn eftir Pétur Eggerz sem vísað er í og vitnað til; og þannig mætti lengi telja. Ég hvet alla til að kynna sér þessi rit og rannsóknir og sjá leikrit Péturs sem sýnt er af og til og um leið gefa gaum að leikhópum, rithöfundum og listamönn- um sem ekki eru alltaf í alfararleið. Við eigum ekki bara að aka eftir aðalbraut- inni heldur skoða hliðargöturnar. Hin miklu verk spretta oft handan megin- straums athygli og vinsælda og sjálfur hef ég leitað í öngstræti manlífs og sögu og kosið að minna á gleymskuna og gefa þögninni mál. Um þetta má segja einsog í skáldsögu sem heitir Draumar á jörðu: „Svona eru hrafnarnir klárir. Þeir eru fuglar en þeir eru líka veðurfræðingar, alveg einsog heimspekingar geta verið skáld og skáld geta verið heimspekingar, og það þótt heimspeki sé skáldskapur en skáldskapur ekki heimspeki. Eins er það með hrafnana: Þeir geta verið veður- fræðingar þótt veðurfræðingar geti ekki verið hrafnar.“ Nú bendir allt til að við hér séum síð- ustu höfundarnir sem herra Ólafur Ragnar Grímsson afhendir Íslensku bókmenntaverðlaunin, ekki nema að hann hætti við að hætta að hætta, og þá er full ástæða til að nota þennan stað og þetta ráðrúm til að kveðja hann, þakka honum fyrir samleiðina með þjóð sinni og bókmenntum hennar. Okkur fannst um hríð sem hann beygði af leið og tæki hlutverk sitt sem kynningarfulltrúi fjár- málaaflanna full hátíðlega en almenn- ingi tókst að beina honum inn á aðra braut og í þeim efnum er hann sjaldgæft dæmi um ráðamann sem nær að hlusta og nær áttum einsog þegar hann mælti þessi spöku orð: „Hversu langt er hægt að ganga og fara fram á að venjulegt fólk – bændur og sjómenn, læknar og hjúkr- unarfræðingar – axli ábyrgð á föllnu bönkunum?“ Hann vísaði þessari grundvallarspurningu til þjóðarinnar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.