Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 121
Á d r e pa TMM 2016 · 1 121 nema upphafið því svo tekur við hin æðri stærðfræði, og þá fer leikurinn að æsast. Tölurnar eru settar upp í línurit af öllu tagi, matreidd eftir alls kyns kokkabókum, þau hlykkjast hlið við hlið, ganga á víxl og krossast og skerast hér og þar eins og ormar vallarins og þá kemur kannski í ljós fylgni eða fylgnis- leysi milli breytinga á neftóbakneyslu og aðsókn að Háskólabíó, milli hæðar manna í sentimetrum og sölu á harð- soðnum glæpareyfurum og þar fram eftir götunum; það fást svör við ógrynni spurninga sem engum hafði dottið í hug að spyrja. Eftir þetta taka við algóritm- ar, Ból-algebra, rúmfræði, líkindareikn- ingur, módel af rúmi með fjórum, fimm eða áttatíu víddum, kaos-kenningin, jöfnur með svo mörgum óþekktum stæðum að það hálfa væri nóg, allt sem mönnum kann að koma í hug og margt fleira. Svo þarf ekki annað en benda á síðurnar þaktar tölum og táknum, og sjá! þarna liggur allt mannlífið ljóst fyrir og útreiknað, jafn ljóst og svörtu götin í himingeimnum sem blasa við augum í ljósi jafna, nánast eins og hægt sé að þreifa á þeim. Bandaríkjamenn hafa jafnvel í handraðanum leyndar- dómsfulla algóritma sem gera þeim kleift að setjast niður og reikna hryðju- verkamann í Afganistan sem þeir svo dróna í smátætlur ásamt nokkrum gest- um sem voru með honum í brúðkaup- inu. Þegar hér er komið sögu fer að birtast hagnýtt gildi þessarar listar, því nú kemur til kasta stjórnmálamannanna, þeirra sem valdið hafa. Þeir hafa sér við hlið þrjár vaskar sveitir sérfræðinga, fyrst eru það reiknimeistararnir sem leggja á borðið útpáraðar síðurnar þakt- ar táknum sem enginn skilur þó nema þeir sjálfir, síðan koma hagspekingarnir sem lesa út úr þeim einu pólitíkina sem til greina kemur, hina víðfrægu Tínu sem er í sumra augum fegurðardrottn- ingin sjálf, Miss Universe, og loks mæta spunadoktorarnir sem klæða þessa póli- tík í réttan búning fyrir allan almenn- ing, sem sé ljósrauðan ef vinstri stjórn er við völd eða heiðbláan ef það er hægri stjórn sem vermir stólana. Stjórnarand- stæðingarnir mótmæla, það er þeirra náttúra þótt þeir hefðu vafalaust ekki haft upp á neitt annað að bjóða með sama sérfræðingaliðið enn á mála, en þá rísa reiknimeistararnir upp og áður en varir fer deilan að snúast um óræð tákn innan um önnur óræð tákn; allir eru jafnnær. Og spunadoktorarnir kunna líka þá list að beita tölunum fyrir sig til að draga sundur og saman í háði hvern þann sem véfengir niðurstöðurnar úr smiðju reiknimeistaranna, svo og álykt- anir hagspekinganna af þeim. Við þetta allt væri nú engu að bæta, ef tölurnar væru í einu og öllu sjálfstæð- ar og óháðar, svifu í lausu lofti án tengsla við eitt eða neitt nema hvorar við aðrar. En svo er því miður ekki, þær fá allan sinn slagkraft í stundlegum málefnum mannfólksins fyrir þá sök að á þær er litið sem hina einu og sönnu mynd af einhverjum öðrum veruleika, hina kjarnsæju mynd af því sem er, og því einræða fyrir þá sem kunna að lesa hana. Þessi sannleikur upplaukst fyrir skáldkonunni sem var að velta fyrir sér hinum myrku tengslum talna og veru- leika á morgungöngu um Lystigarðinn á Akureyri og sá þá svarið glitra í grasinu svo henni varð að orði: Sínu máli talan talar, talan úr buxunum. En ef þessi veruleiki skyldi nú reynast óþægur og hneigjast til að kasta af sér því hlutverki sem honum er ætlað, semsé því að vera hlýðinn þjónn taln- anna, laga sig í einu og öllu eftir því sem þær mæla fyrir, svo og framhald þeirra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.