Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 129

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 129
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2016 · 1 129 leysi og tekur sólstöðuvaktina á lengsta degi ársins, saumar ljósadúk til að breiða á borðið í skammdeginu. Hún stendur föstum fótum í biblíu- og goða- fræði norrænni og grískri, og segir á einum stað að þegar stundin nálgist sitji þeir Gabríel og Hermes á rúmstokknum hennar en Hermóður Baldursbróðir bíði fyrir dyrum úti til að ferja hana yfir ána Gjöll. Allt líf Vilborgar er varðað eyktar mörkum, helgisiðum, kerlinga- göldrum og goðmögnum. Hinn máttugi galdur Vilborgar og sérstaða felst meðal annars í hversdags- legri umgjörð margra ljóða hennar. Vil- borg er barnakennari og húsmóðir og er trú rótum sínum og reynsluheimi í skáldskapnum. Guð vitjar hennar þar sem hún situr yfir kaffi og sígó. Á til- gerðarlausu ljósu máli yrkir hún um rósir í eldhúsvaski og leifar á borðstofu- borði og fangar þaðan tákn úr ljóðum Lorca, bleika rós sem vill ekki springa út, keilu, hníf, epli. Hún er orðvís svo undrum sætir og geigar hvergi í miði sínu, hvort sem orðin eiga að ýfa hárfína kennd, hlátur eða framfleyta í samhengi sínu heilli menningarsögu. Þó að yrkis- efnið sé óravítt er það sett fram á svo einfaldan hátt að sumum yfirsést dýpt- in. Í gráum hverdagsleikanum glitrar á perlur, segir skáldið, „þetta var bara ómerkileg glerperla / samt flutti hún þér skilaboð / dularfull og náin / aðeins þér“. Hún segir okkur kannski frá gesti sem þarf að drífa sig heim úr boði henn- ar en dauðatákn og vísanir benda til víðari skírskotunar. Feigt skáld situr undir sölnandi laufkrónu, tæmir úr glasi sínu og kveður. Nokkur laufblöð hrynja á borðið, það er komið haust. Og leiðin í vinnuna upp í Austurbæjarskóla, ummyndast í ferð yfir fjallveg í vorhreti, eða vegferð manns, og þjóðar. „Tvísýnt var að leggja á holtið / þegar hann stóð úr skörðunum / við Iðnskólann // Fátt um kennileiti / varðan horfin – rofin dys/“ Það glittir í kross í dimmviðri lífs- ins. Lóan boðar ekki vorkomuna heldur tístið í tölvuspilum barnanna. Heil tæknibylting tjáð í andstæðunum villt náttúra og manngerð og tísti tölvuspil- anna andspænis lóusöng. Börn skipa stóran sess í skáldskap barnakennarans. Um þau yrkir hann af virðingu og ást og vitnar oft í hrein- skilna spurn þeirra og hlutlæga tjáningu, sem á sér huglægan undirtón sem skáld- ið nemur. Stúlkan Dýrleif ber syndir heimsins á ungu baki sínu og er að verða of sein í skólann. „Klukkan í turninum er að verða / og Dýrleif grætur / við erum of seinar …“ Óttinn stigmagnast í takt við klukkuna. Skáldið róar Dýrleifi með galdrastefi „Það er ekki þér að kenna! / Það er ekki þér að kenna“ og reynir að stugga burt angist sem á sér dýpri rætur; „og klukkan í turninum byrjar að slá“, kveður upp dóminn. Drengur starir hugfanginn á hvíta ósnerta snjóbreiðu á skólalóð og tekur að teikna línur með sporaslóð á óskrifað skólaportið. Hvert barn er nýtt upphaf. Landnámsmaður, geimfari með dingl- andi létta skólatösku á bakinu, tekur til við að breyta veröldinni og skilur eftir sig spor. Mjöllin er dúnmjúk sem er hverfult efni því auðvitað skefur í spor- in. Bogga litla liggur í stráum á Vest- dalseyri og orðar ósk sína. Á efri árum man skáldið aðeins drauminn sem bjó í huga hennar, ekkert annað og spyr hvort hugarfylgsnin séu ekki raunveruleikinn. Svona fer hún Vilborg létt með þetta en hún leynir á sér. Það er hægt að lesa ljóðin hennar á mörgum plönum en það er ekki verra að hafa lesið biblíuna, kynnt sér gríska og norræna goðafræði, og kannski katólskt messuform, höf- unda sem hún nikkar til í ljóðum sínum, helstu viðburði sögunnar,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.