Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 130

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 130
D ó m a r u m b æ k u r 130 TMM 2016 · 1 íslenskar útsaumsgerðir, verklag eld- smiðsins og nákvæm heiti náttúrufyrir- brigða á landi, lofti og legi. Annað sérkenni Vilborgar er goð- sögusmíði. Hvort sem borið er niður í barnasögur hennar eða ljóð, spretta goðsögurnar fram í kunnuglegu umhverfi. Í grasagarðinum í Laugardal gerast biblíusögur í nútímanum, upp- reisnarmaður er handtekinn eins og Kristur. Maríurnar eru enn að gráta krossfestu börnin sín, flóttamenn geta ekkert keypt fyrir baunaskálarnar sínar, og hvergi er eftir steinn að halla höfði sínu, því landinu hefur þegar verið skipt. Í draumi mætir skáldið karli á þröngum klettastíg ofan við eyrarodd- ann, með hatt og barðið slútir yfir annað augað. Hún þykist eiga við hann margt vantalað en undan hattbarðinu glittir í hitt augað, auðvitað logandi af girnd. Því „jafnvel Óðinn sjálfur á ekki nema eitt vantalað við konur“. Jörðin er súperbolti, heimurinn sirkustjald og Guð er trúður, voða vitlaus og í allt of stórum skóm; „samt missir hann engan af boltunum sínum.“ Skrýmslið voða- lega Götulallinn er hættulegur „…með mannabein í maganum / augun loga / og skjóta gneistum / hann spýr reyk / og eimyrju / eitrar loftið“. „Sólin: stór rauður sleikibrjóstsykur / Skýin: þeyttur rjómi / Aldan: hlæjandi smástelpa“ sem étur sandkökurnar sem þú bakar í fjör- unni. Það er varasamt að stíga niður úr þunnri jarðskorpunni, ofan í snarkandi eldinn. Jörðin er gorkúla sem við höfum skemmt, mengað „og af skefjalausri græðgi / mokað upp / og tæmt að innan“ og hún óttast að: „… tóm námugöngin / uppþornaðar olíulindirnar / og heita- vatnsæðarnar / falli saman“ og hún hrapi ofan í „fúlan kerlingareldinn“. Og enn berast okkur ljóð af Bók- hlöðustígnum. Í nýjasta ljóði ljóðasafns- ins yrkir Vilborg um hálkuna sem lokar hana inni, fangelsar: „… bílarnir snúast / spólandi / á snarbröttum Bókhlöðu- stígnum. / Ég horfi út í / iðukófið / grýlukertin / eins og rimlar/ fyrir stofu- glugganum.“ Það er við hæfi að ljúka þessari hug- leiðingu á ljóði sem Vilborg yrkir í orða- stað Fedru: Ó, Seifur! Þú gafst mér ekki rúm í húsi dagsins því snuðra nú hundar mínir í sölnuðu laufi á dimmum skógarstígnum Ég bíð þess að máninn rísi þá verður vígljóst Ég legg eitraða ör á streng og spenni bogann Skot mín geiga ekki Skot mín geiga ekki Þorgeir Tryggvason Skrifað við skorður Bergsveinn Birgisson: Geirmundar saga heljarskinns, Bjartur, 2015 „Tilvistarrétt okkar Íslendinga er bara að finna á þjóðveldisöld, sagði ég … eina haldbæra efnahagslega skýringin á svo miklu bók- og lærdómslífi var að hér á landi hefði verið stórfelld verslun með náhvalstennur og tennur og húðir rost- unga, líkt og Helgi Guðmundsson héldi fram í sínum ritum“ Handbók um hugarfar kúa bls. 105 (2009).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.