Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 133

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 133
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2016 · 1 133 þat er sem augu allra forfeðra líti þann inn sama úr augum barnsins. (177) Varðveislusaga Geirmundarsögu er rakin í formálanum, eins og venja er. Hún er í raun einn af merkingarkjörnum hennar. Örlög Brands príórs þegar sagan hlýtur ekki náð fyrir augum yfirvalda, endurritun hennar af Magnúsi Þórhalls- syni í upphafi fimmtándu aldar og svo hin æsandi saga af alþýðufræðimannin- um Svani Kjerúlf sem fær það hlutverk að afrita handrit í einkaeigu á tuttugustu öld. Svanur þessi þykir manni vera mjög „Bergsveinsk“ persóna, kannski skyld- astur hinum taugatæpa menningarfræð- ingi í Handbók um hugarfar kúa, og það eru óneitanlega viss vonbrigði hvað fingraför hans á bókinni eru á endanum fyrirferðarlítil, fyrir utan söguna í for- málanum af glímu Svans við bók- menntastofnunina og ein kostuleg neð- anmálsgrein. Þær hefðu mín vegna mátt vera fleiri. Kannski má skrifa á reikning Svans að stöku sinnum bregður fyrir nútímalegu orðalagi þar sem ekkert virðist beinlínis kalla á það: Þat vissi eigi Geirmundr at þar bjó ungr heiptarhugr bak við þil (134) eða: Skömmu eftir fund þenna varð sá atburðr er kom róti miklu á hug Geirmundar. (147) En vel hefði verið hægt að sjá Svan Kjer- úlf leika stærra hlutverk. Hér neitar Bergsveinn sér um eina augljósa undan- komuleið frá hinu stranga fornsagna- formi. Til góðs eða ills. Inngangurinn færir Bergsveini líka skemmtilegt tækifæri til að gefa eigin verki einkunn: í þessu samhengi mætti nefna persónur sem greinilega hafa fengið á sig ýkjubrag munnlegrar hefðar, svo sem Ólaf hvíta, konung í Dyflinni, sem Brandur einn sagnaritara gæðir nokkru lífi. (XXXV) Og jafnvel furða sig á niðurstöðum þess, væntanlega með smá glott á vör: Í ljósi þess hve fræðimenn hafa borið kennsl á fáa norræna menn sem nafn- greindir eru í írskum annálum, er það enginn smáfundur sé það rétt að Fulf eða Uwlfie þessi sé enginn annar en Úlfur skjálgi Högnason, fóstbróðir Geirmundar við Breiðafjörð. (XXXXIX) Almennt er þessi inngangur ákaflega sannfærandi sem slíkur, ríkulega studd- ur neðanmálsgreinum sem vísa jafnt í söguna sem á eftir fer og allskyns aðra texta, fræðibækur og aðrar fornsögur og nær þannig að „jarðtengja“ Geirmundar sögu og auka henni erindi. IV Fyrir utan hinar Fóstbræðasögulegu klausur, útleggingar Brands á sálarlífi Geirmundar og annarra persóna er „sagan sjálf“ fjári vel gerð stæling. Þó þykir mér hann full-örlátur á útgöngu- leiðina „sumir segja“ til að velta upp ólíkum möguleikum á atburðarás og afstöðu persóna og þykkja þannig sagnagrautinn. Skiljanlegt auðvitað og gagnlegt, en fyrir minn smekk ofnotað. Vissulega hefur Bergsveinn mikið yndi af því skrítnasta og kryddaðasta úr orðaforða fornbókmenntanna, stundum þannig að lesandanum þyki það vaka fyrir honum umfram annað að „yfir- gerpla Gerplu“. Að öðru leyti er saman- burður við Gerplu ekkert sérlega nær- tækur. Í þeirri bók er verkefnið að kveða hetjumynd fornbókmenntanna og ímyndar þeirra í kútinn með háðið að vopni. Tilefni ofbeldis og mannvíga í Geirmundu eru á hinn bóginn sjaldnast fáfengileg eftirsókn eftir frægð og orð- stír heldur er drifkrafturinn nær alltaf „efnahagslegur“. Græðgi ræður oftast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.